Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 22:00 Grundfirðingar brugðust hratt við og kláruðu alla kælivöruna sem annars hefði farið í ruslið. Samkaup Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. „Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum. Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
„Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum.
Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira