Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Lovísa Arnardóttir skrifar 21. mars 2024 10:59 Tilkynnt verður um starfslokasamning við Geir á bæjarstjórnarfundi á morgun. Samsett Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. Þetta segir Geir í aðsendri grein á Vísi en lögð verður fram tillaga um starfslokasamning við hann á bæjarstjórnarfundi á morgun. Í grein sinni segir Geir að pólitík bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna hafi einkennt af því að „ sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi.“ Leggja fólk í einelti Geir segir það greinilegt að það hafi tekið á að eftir 16 ára samfellda meirihlutastjórn hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokks aðeins getað brugðist við með því að leggja fólk í einelti með von um það að komast aftur til valda í næstu kosningum. „En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði,“ segir Geir í grein sinni. Starfslok forverans margfalt dýrari Þar ávarpar hann einnig áhyggjur minnihlutans af kostnaði vegna starfsloka hans en bendir þó á að starfslok forvera hans hafi og mun kosta bæinn margfalt meira en hans eigin. Hvað varðar starfslok hans segir Geir að þegar hann tók við hafi hans beðið mörg aðkallandi verkefni. Hann segir staðreyndin sé sú að aldrei hafi jafn mikið verið gert á jafn stuttum tíma og fer yfir þau verkefni sem hann hefur komið að og hrint í framkvæmd á þeim tíma. Meðal þeirra er til dæmis stækkun grunn- og leikskólans, verkáætlun í fráveitumálum, samningar um Árhólma, nýtt skipurit, stofnun nýs fræðslu- og velferðarsviðs og margt fleira. „Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa,“ segir Geir að lokum í grein sinni og óskar meirihlutanum og starfsfólki bæjarins velfarnaðar í starfi. Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Þetta segir Geir í aðsendri grein á Vísi en lögð verður fram tillaga um starfslokasamning við hann á bæjarstjórnarfundi á morgun. Í grein sinni segir Geir að pólitík bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna hafi einkennt af því að „ sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi.“ Leggja fólk í einelti Geir segir það greinilegt að það hafi tekið á að eftir 16 ára samfellda meirihlutastjórn hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokks aðeins getað brugðist við með því að leggja fólk í einelti með von um það að komast aftur til valda í næstu kosningum. „En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði,“ segir Geir í grein sinni. Starfslok forverans margfalt dýrari Þar ávarpar hann einnig áhyggjur minnihlutans af kostnaði vegna starfsloka hans en bendir þó á að starfslok forvera hans hafi og mun kosta bæinn margfalt meira en hans eigin. Hvað varðar starfslok hans segir Geir að þegar hann tók við hafi hans beðið mörg aðkallandi verkefni. Hann segir staðreyndin sé sú að aldrei hafi jafn mikið verið gert á jafn stuttum tíma og fer yfir þau verkefni sem hann hefur komið að og hrint í framkvæmd á þeim tíma. Meðal þeirra er til dæmis stækkun grunn- og leikskólans, verkáætlun í fráveitumálum, samningar um Árhólma, nýtt skipurit, stofnun nýs fræðslu- og velferðarsviðs og margt fleira. „Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa,“ segir Geir að lokum í grein sinni og óskar meirihlutanum og starfsfólki bæjarins velfarnaðar í starfi.
Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53