„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2024 09:11 Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum verði sem fjölbreyttastur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. Þetta kemur fram í myndbandsávarpi Ásdísar. Þar segir hún málin standa þannig að ekki allir vilji pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Það séu aðrir sem vilji glæsilega, klára konu sem kunni að koma fram og svara fyrir sig. Eins og fram hefur komið safnar Ásdís nú undirskriftum fyrir forsetaframboð. „Það má að sjálfsögðu vel deila um það hvort ég hafi allt til brunns að bera til þess að verða forseti Íslands og ég geri mér fulla grein fyrir því að það verður mjög umdeilt mál. En það er allt í lagi. Ég ætla bara að leyfa þjóðinni að deila um það hvort ég sé nógu hæf til þess að halda þessari baráttu áfram eða ekki.“ Ekki forsetakosningar strax Ásdís segist telja að það megi vera fjölbreytni í hópi frambjóðenda. Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að forsetakosningarnar séu í raun ekki hafnar. „Þegar þú gefur mér meðmæli þá ertu bara að mæla með mér í forsetabaráttuna og svo í júní þá velja allir sinn forseta, eftir sínu höfði. En til þess að hafa úrvalið sem fjölbreyttast þá er bara um að gera að hleypa mér í slaginn líka,“ segir Ásdís Rán. „Það sakar ekki held ég og ég held að það eigi eftir að gera kosningabaráttuna miklu miklu skemmtilegri. Ég heiti Ásdís Rán, ég er kölluð Ísdrottningin og ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig.“ Komin undan glæsilegasta feldi landsins Ásdís birtir jafnframt tilkynningu á Facebook síðu sinni. Þar segir hún að eftir mikla og góða hvíld undir glæsilegasta feld landsins hafi hún ákveðið að láta undan pressu. Því hafi hún opnað meðmælendalista á Ísland.is. „Þar sem mínu fólki gefst tækifæri á að mæla með mér í hlutverk framherja Íslands, þetta þýðir samt ekki að ég sé búin að bjóða mig formlega fram heldur er ég búin að bjóða mig óformlega fram!“ Ásdís segist ekki koma til með að hefja almenna framboðs baráttu og fara í ferðalög eða kaupa auglýsingar fyrr en næg meðmæli hafa safnast. Með þeim hætti gefi hún þjóðinni síðasta orðið um það hvort hún bjóði sig formlega fram eða ekki, eins og sönnum forseta sæmi. „Mér þykir ótrúlega vænt um það að fá að gefa kost á mér í þeim tilgangi að heiðra fjölbreytileikann í forseta baráttunni, styðja við jafnrétti og gefa fleirum tækifæri á að senda inn frambjóðanda sem höfðar til annara hópa en nú þegar eru komnir. Ef mér hlotnast sá heiður að það safnist næg meðmæli á næstu vikum þá að sjálfsögðu tek ég stolt slaginn fyrir ykkar hönd, klæði mig í stríðsgallann og tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins.“ Ásdís segist gefa kost á sér til að opna á ný tækifæri hérlendis og erlendis fyrir ungt fólk í landinu. Hún sé baráttukona sem hafi óstöðvandi eldmóð. Þá segist hún vilja hugsa betur um það sem hún kallar þjóðhöfðingja þjóðarinnar, gamla fólkið sem þurfi meira öryggi. Síðasta skiptið fyrir fjölgun undirskrifta „Mig langar að vekja athygli á því að þetta er hugsanlega í síðasta skipti sem að almenningur getur tekið virkan þátt í forsetaframboði, því samkvæmt nýjum stjórnarskrártillögum sem bíða samþykktar um gífurlegan aukinn fjölda undirskrifta í næstu kosningum geta einungis Katrín, pólitíkusar og valdafólk boðið sig fram, eða fólk sem hefur gífurlegt forskot í kynningu.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ástin og lífið Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í myndbandsávarpi Ásdísar. Þar segir hún málin standa þannig að ekki allir vilji pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Það séu aðrir sem vilji glæsilega, klára konu sem kunni að koma fram og svara fyrir sig. Eins og fram hefur komið safnar Ásdís nú undirskriftum fyrir forsetaframboð. „Það má að sjálfsögðu vel deila um það hvort ég hafi allt til brunns að bera til þess að verða forseti Íslands og ég geri mér fulla grein fyrir því að það verður mjög umdeilt mál. En það er allt í lagi. Ég ætla bara að leyfa þjóðinni að deila um það hvort ég sé nógu hæf til þess að halda þessari baráttu áfram eða ekki.“ Ekki forsetakosningar strax Ásdís segist telja að það megi vera fjölbreytni í hópi frambjóðenda. Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að forsetakosningarnar séu í raun ekki hafnar. „Þegar þú gefur mér meðmæli þá ertu bara að mæla með mér í forsetabaráttuna og svo í júní þá velja allir sinn forseta, eftir sínu höfði. En til þess að hafa úrvalið sem fjölbreyttast þá er bara um að gera að hleypa mér í slaginn líka,“ segir Ásdís Rán. „Það sakar ekki held ég og ég held að það eigi eftir að gera kosningabaráttuna miklu miklu skemmtilegri. Ég heiti Ásdís Rán, ég er kölluð Ísdrottningin og ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig.“ Komin undan glæsilegasta feldi landsins Ásdís birtir jafnframt tilkynningu á Facebook síðu sinni. Þar segir hún að eftir mikla og góða hvíld undir glæsilegasta feld landsins hafi hún ákveðið að láta undan pressu. Því hafi hún opnað meðmælendalista á Ísland.is. „Þar sem mínu fólki gefst tækifæri á að mæla með mér í hlutverk framherja Íslands, þetta þýðir samt ekki að ég sé búin að bjóða mig formlega fram heldur er ég búin að bjóða mig óformlega fram!“ Ásdís segist ekki koma til með að hefja almenna framboðs baráttu og fara í ferðalög eða kaupa auglýsingar fyrr en næg meðmæli hafa safnast. Með þeim hætti gefi hún þjóðinni síðasta orðið um það hvort hún bjóði sig formlega fram eða ekki, eins og sönnum forseta sæmi. „Mér þykir ótrúlega vænt um það að fá að gefa kost á mér í þeim tilgangi að heiðra fjölbreytileikann í forseta baráttunni, styðja við jafnrétti og gefa fleirum tækifæri á að senda inn frambjóðanda sem höfðar til annara hópa en nú þegar eru komnir. Ef mér hlotnast sá heiður að það safnist næg meðmæli á næstu vikum þá að sjálfsögðu tek ég stolt slaginn fyrir ykkar hönd, klæði mig í stríðsgallann og tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins.“ Ásdís segist gefa kost á sér til að opna á ný tækifæri hérlendis og erlendis fyrir ungt fólk í landinu. Hún sé baráttukona sem hafi óstöðvandi eldmóð. Þá segist hún vilja hugsa betur um það sem hún kallar þjóðhöfðingja þjóðarinnar, gamla fólkið sem þurfi meira öryggi. Síðasta skiptið fyrir fjölgun undirskrifta „Mig langar að vekja athygli á því að þetta er hugsanlega í síðasta skipti sem að almenningur getur tekið virkan þátt í forsetaframboði, því samkvæmt nýjum stjórnarskrártillögum sem bíða samþykktar um gífurlegan aukinn fjölda undirskrifta í næstu kosningum geta einungis Katrín, pólitíkusar og valdafólk boðið sig fram, eða fólk sem hefur gífurlegt forskot í kynningu.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ástin og lífið Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira