„Get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. mars 2024 22:00 Benedikt Guðmundsson er líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. „Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
„Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn