Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 15. mars 2024 21:29 Finnur tók tapi sinna manna af miklu æðruleysi Vísir / Pawel Cieslikiewicz Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik. Finnur var hinn rólegasti og var spurður að því hvort þessi leikur og niðurstaða hans hafi ekki verið hrikalega erfið. „Það er hundfúlt að tapa. Við vorum bara daufir frá byrjun en það voru móment þarna í leiknum þar sem hefði verið hægt að taka leikinn og gera eitthvað.“ Þegar hér var komið við sögu þá gerðist eitthvað við bekk Valsmanna en Joshua Jefferson og Deandre Kane lentu í orðaskiptum sem dómararnir skoðuðu í skjánum. Það virðist ekkert hafa verið dæmt og líklega ekkert sett í skýrslu dómara eftir leik. Finnur gat þá haldið áfram eftir að vera spurður að því hvort hann vissi hvað væri í gangi. „Það er bara hiti í þessu. Ég fíla áruna yfir þessu Grindavíkur liði. Það er dólgur í þeim og það er kjaftur í þeim og réttilega. Þetta er hörkulið. Það gerist eitthvað í upphafi annars leikhluta þar sem þeir taka af skarið á meðan við erum enn þá sofandi og eftir það áttum við ekki séns. Körfubolti er svo þannig eins og aðrar íþróttir að það er ekki hægt að kveikja allt í einu á sér. Við vorum ekki með kveikt á perunni, við fengum tækifæri í upphafi til að gera eitthvað en eftir það var þetta aldrei spurning.“ Sóknarleikur Valsmanna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á löngum köflum en í seinni hálfleik þá var hann upp á enga fiska. Þeir skoruðu 27 stig í seinni hálfleik og Grindvíkingar læstu sínum varnarleik algjörlega. Var það meira upp á Valsara að klaga eða gerðu Grindvíkingar vel? „Þeir voru góðir og við vorum lélegir. Komum illa inn í leikinn, frammistaðan slök og það kemur fyrir. Þetta sýnir okkur það að við getum unnið einhverja leiki í röð og ef við förum að hugsa um það eitthvað mikið færðu á baukinn. Eins og við vitum þá eru þetta 22 leikir og ef þú mætir ekki hvern einasta þá færðu á baukinn og við fengum á baukinn í kvöld.“ Meiðslavandræði Valsmanna eru öllum kunn en Taiwo Badmus fékk væna byltu í lok leiks og þurfti að fara útaf og virkaði sárþjáður. Finnur var spurður að því hvort hann vissi hvort meiðslin væru alvarleg. „Hann datt á bakið. Við þekkjum það ekki en hann er mikið í háloftunum og þegar maður hoppar hátt þá getur fallið verið hátt en ég held að þetta verði allt í lagi.“ Að lokum var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona leik. „Bara að læra af reynslunni. Áfram gakk. Við verðum að nýta bikarhléið vel, það er langt í næsta leik og það er fúlt að bíða lengi eftir næsta leik. Við verðum að nýta tilfinningarnar sem við finnum eftir þennan leik til að verða betri og vonandi fáum við að mæta þessu Grindavíkurliði í úrslitakeppninni, sama á hvaða tímapunkti það verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Finnur var hinn rólegasti og var spurður að því hvort þessi leikur og niðurstaða hans hafi ekki verið hrikalega erfið. „Það er hundfúlt að tapa. Við vorum bara daufir frá byrjun en það voru móment þarna í leiknum þar sem hefði verið hægt að taka leikinn og gera eitthvað.“ Þegar hér var komið við sögu þá gerðist eitthvað við bekk Valsmanna en Joshua Jefferson og Deandre Kane lentu í orðaskiptum sem dómararnir skoðuðu í skjánum. Það virðist ekkert hafa verið dæmt og líklega ekkert sett í skýrslu dómara eftir leik. Finnur gat þá haldið áfram eftir að vera spurður að því hvort hann vissi hvað væri í gangi. „Það er bara hiti í þessu. Ég fíla áruna yfir þessu Grindavíkur liði. Það er dólgur í þeim og það er kjaftur í þeim og réttilega. Þetta er hörkulið. Það gerist eitthvað í upphafi annars leikhluta þar sem þeir taka af skarið á meðan við erum enn þá sofandi og eftir það áttum við ekki séns. Körfubolti er svo þannig eins og aðrar íþróttir að það er ekki hægt að kveikja allt í einu á sér. Við vorum ekki með kveikt á perunni, við fengum tækifæri í upphafi til að gera eitthvað en eftir það var þetta aldrei spurning.“ Sóknarleikur Valsmanna var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik á löngum köflum en í seinni hálfleik þá var hann upp á enga fiska. Þeir skoruðu 27 stig í seinni hálfleik og Grindvíkingar læstu sínum varnarleik algjörlega. Var það meira upp á Valsara að klaga eða gerðu Grindvíkingar vel? „Þeir voru góðir og við vorum lélegir. Komum illa inn í leikinn, frammistaðan slök og það kemur fyrir. Þetta sýnir okkur það að við getum unnið einhverja leiki í röð og ef við förum að hugsa um það eitthvað mikið færðu á baukinn. Eins og við vitum þá eru þetta 22 leikir og ef þú mætir ekki hvern einasta þá færðu á baukinn og við fengum á baukinn í kvöld.“ Meiðslavandræði Valsmanna eru öllum kunn en Taiwo Badmus fékk væna byltu í lok leiks og þurfti að fara útaf og virkaði sárþjáður. Finnur var spurður að því hvort hann vissi hvort meiðslin væru alvarleg. „Hann datt á bakið. Við þekkjum það ekki en hann er mikið í háloftunum og þegar maður hoppar hátt þá getur fallið verið hátt en ég held að þetta verði allt í lagi.“ Að lokum var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona leik. „Bara að læra af reynslunni. Áfram gakk. Við verðum að nýta bikarhléið vel, það er langt í næsta leik og það er fúlt að bíða lengi eftir næsta leik. Við verðum að nýta tilfinningarnar sem við finnum eftir þennan leik til að verða betri og vonandi fáum við að mæta þessu Grindavíkurliði í úrslitakeppninni, sama á hvaða tímapunkti það verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. 15. mars 2024 20:58