„Augljóst“ að það sé ekki íslenskuáhugi sem liggi að baki frumvarpi Birgis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:23 Eiríkur Rögnvaldsson segir að ekki megi nota baráttuna fyrir íslensku sem vopn í útlendingaandúð. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir frumvarp, sem gerir íslensku að skilyrði fyrir leigubílaleyfi, vera til þess fallið að mismuna fólki og að það sé ómálefnanlegt. Hann segir augljóst að þarna sé íslenskan notuð sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“ Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“
Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50