Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 16:16 Gylfi Þór hefur hresst vel upp á ársmiðasölu á Hlíðarenda. Valur Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í morgun þegar félagið kynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, er með karlaliði félagsins í för í æfingaferð á Spáni og hefur unnið hörðum höndum að því að ná samningum við Gylfa síðustu daga. Hann var léttur þegar Vísir sló á þráðinn síðdegis. „Það er allt brjálað og við erum að setja sölumet í ársmiðum eins og staðan er núna. Það virðist sem mannskapurinn sé spenntur fyrir komu Gylfa. Það er auðvitað ekkert skrýtið, deildin er að fara að lyftast á næsta plan með hans komu,“ segir Styrmir. Styrmir Þór Bragason er framkvæmdastjóri Vals.Valur Valsmenn eru með afslátt á ársmiðunum sem verður í gildi næstu daga og það virðist skila sér samhliða tíðindunum. Ársmiðarnir eru á 50 prósenta afslætti og kosta því aðeins 9.500 kr. sem er töluvert lægra en sést annars staðar í Bestu deildinni. „Það er algjör metsala á kortum og rauk af stað í dag þegar tilkynnt var að Gylfi væri að koma. Við vonumst auðvitað til að sjá foreldra mæta með iðkendum á völlinn. Þetta er einstakt tækifæri.“ „Ég fékk tölur í hádeginu. Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð. Það sem við seldum fyrir hádegi í dag er á við það sem við seljum á einu ári,“ segir Styrmir. Valsmenn hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl er ÍA kemur í heimsókn á Hlíðarenda og kann að vera að Gylfi þreyti frumraun sína þá. Besta deildin hefst degi fyrr með leik Víkings og Stjörnunnar. Öllu mótinu verður fylgt eftir á Vísi og allir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í morgun þegar félagið kynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, er með karlaliði félagsins í för í æfingaferð á Spáni og hefur unnið hörðum höndum að því að ná samningum við Gylfa síðustu daga. Hann var léttur þegar Vísir sló á þráðinn síðdegis. „Það er allt brjálað og við erum að setja sölumet í ársmiðum eins og staðan er núna. Það virðist sem mannskapurinn sé spenntur fyrir komu Gylfa. Það er auðvitað ekkert skrýtið, deildin er að fara að lyftast á næsta plan með hans komu,“ segir Styrmir. Styrmir Þór Bragason er framkvæmdastjóri Vals.Valur Valsmenn eru með afslátt á ársmiðunum sem verður í gildi næstu daga og það virðist skila sér samhliða tíðindunum. Ársmiðarnir eru á 50 prósenta afslætti og kosta því aðeins 9.500 kr. sem er töluvert lægra en sést annars staðar í Bestu deildinni. „Það er algjör metsala á kortum og rauk af stað í dag þegar tilkynnt var að Gylfi væri að koma. Við vonumst auðvitað til að sjá foreldra mæta með iðkendum á völlinn. Þetta er einstakt tækifæri.“ „Ég fékk tölur í hádeginu. Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð. Það sem við seldum fyrir hádegi í dag er á við það sem við seljum á einu ári,“ segir Styrmir. Valsmenn hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl er ÍA kemur í heimsókn á Hlíðarenda og kann að vera að Gylfi þreyti frumraun sína þá. Besta deildin hefst degi fyrr með leik Víkings og Stjörnunnar. Öllu mótinu verður fylgt eftir á Vísi og allir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira