Telja að fimm unglingar hafi kveikt í húsinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2024 12:12 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi telur málið að mestu leyti upplýst. vísir Lögregla telur sig vita hverjir kveiktu í Hafnartúnshúsi á Selfossi um helgina. Fimm eru taldir hafa átt hlut að máli og eru börn á meðal grunaðra. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Rannsóknin hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða og hafa fjölmargar skýrslur verið teknar af fólki vegna málsins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir rannsókn málsins ganga vel. Enginn handtekinn Hefur einhver verið handtekinn? „Nei, enginn verið handtekinn en það eru nokkrir með stöðu grunaðra og sakborninga. Þeir sem eru með stöðu sakborninga eru þá komnir á sakhæfisaldur en svo eru einhverjir þarna undir sakhæfisaldri sem við vinnum með félagsþjónustunni og barnaverndinni.“ Þeir sem eru undir sakhæfisaldri, eru þeir með stöðu grunaðra í málinu? „Já í sjálfu sér, en þau eru ekki sakhæf þannig þeir verða ekki sakborningar.“ Málið að mestu leyti upplýst Sveinn segir lögreglu komna með góða mynd af því sem gerðist og málið að mestu leyti upplýst. Hann segist ekki vilja gefa upp nákvæman aldur þeirra sem grunaðir eru í málinu. „Þetta eru einstaklingar í kringum sakhæfisaldurinn. Sakhæfisaldurinn er fimmtán ára og þeir eru á þeim aldri, í kringum það. Hvað eru margir sem þið teljið að hafi staðið þarna að verki? „Þetta eru fimm einstaklingar sem um ræðir.“ Slökkvilið Árborg Barnavernd Tengdar fréttir Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41 Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Rannsóknin hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða og hafa fjölmargar skýrslur verið teknar af fólki vegna málsins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir rannsókn málsins ganga vel. Enginn handtekinn Hefur einhver verið handtekinn? „Nei, enginn verið handtekinn en það eru nokkrir með stöðu grunaðra og sakborninga. Þeir sem eru með stöðu sakborninga eru þá komnir á sakhæfisaldur en svo eru einhverjir þarna undir sakhæfisaldri sem við vinnum með félagsþjónustunni og barnaverndinni.“ Þeir sem eru undir sakhæfisaldri, eru þeir með stöðu grunaðra í málinu? „Já í sjálfu sér, en þau eru ekki sakhæf þannig þeir verða ekki sakborningar.“ Málið að mestu leyti upplýst Sveinn segir lögreglu komna með góða mynd af því sem gerðist og málið að mestu leyti upplýst. Hann segist ekki vilja gefa upp nákvæman aldur þeirra sem grunaðir eru í málinu. „Þetta eru einstaklingar í kringum sakhæfisaldurinn. Sakhæfisaldurinn er fimmtán ára og þeir eru á þeim aldri, í kringum það. Hvað eru margir sem þið teljið að hafi staðið þarna að verki? „Þetta eru fimm einstaklingar sem um ræðir.“
Slökkvilið Árborg Barnavernd Tengdar fréttir Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41 Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41
Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11
Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48