„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vísir/Arnar Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa. Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa.
Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51