Íkveikja staðfest og ungt fólk grunað um græsku Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2024 09:55 Mynd frá vettvangi. Magnús Hlynur Lögreglan á Suðurlandi segir rannsókn á eldsvoða í Hafnartúni við Sigtúnsgarð á Selfossi þann níunda mars hafa leitt í ljós að um íkveikju hafi verið að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar segir að töluverður fjöldi skýrslna verið tekin af fólki vegna málsins. Þá segir að rannsókninni miði vel og að lögregla hafi góða mynd af atburðum. . Nokkur ungmenni hafa stöðu sakborninga í málinu og rannsóknin unnin í samráði við barnaverndaryfirvöld. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Gríðarmikið tjón varð á Hafnartúnshúsinu í eldsvoðanum. Húsið var byggt árið 1947 af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnesinga frá 1959 til 1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn starfrækt en síðustu árin hefur ekki verið föst búseta í því. „Það er alltaf vont þegar svona sögufræg og merkileg hús brenna. Þetta er gamalt hús, sem var einangrað með sagi og öðru þannig að þetta geta oft reynst mjög erfiðir eldsvoðar í þessum gömlu húsum,“ sagði Lárus Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu, við fréttastofu í kjölfar eldsvoðans. Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns sem á húsið, sagði að staðið hefði til að gera það upp sem hluta af nýjum miðbæ á Selfossi. „Við eigum ekki stóra og langa sögu, Selfoss, en þetta var eitt af þeim húsum sem má segja að hafi verið stolt bæjarins.“ Slökkvilið Árborg Barnavernd Lögreglumál Tengdar fréttir Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41 Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 „Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar segir að töluverður fjöldi skýrslna verið tekin af fólki vegna málsins. Þá segir að rannsókninni miði vel og að lögregla hafi góða mynd af atburðum. . Nokkur ungmenni hafa stöðu sakborninga í málinu og rannsóknin unnin í samráði við barnaverndaryfirvöld. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Gríðarmikið tjón varð á Hafnartúnshúsinu í eldsvoðanum. Húsið var byggt árið 1947 af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnesinga frá 1959 til 1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn starfrækt en síðustu árin hefur ekki verið föst búseta í því. „Það er alltaf vont þegar svona sögufræg og merkileg hús brenna. Þetta er gamalt hús, sem var einangrað með sagi og öðru þannig að þetta geta oft reynst mjög erfiðir eldsvoðar í þessum gömlu húsum,“ sagði Lárus Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu, við fréttastofu í kjölfar eldsvoðans. Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns sem á húsið, sagði að staðið hefði til að gera það upp sem hluta af nýjum miðbæ á Selfossi. „Við eigum ekki stóra og langa sögu, Selfoss, en þetta var eitt af þeim húsum sem má segja að hafi verið stolt bæjarins.“
Slökkvilið Árborg Barnavernd Lögreglumál Tengdar fréttir Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41 Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 „Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41
Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11
„Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46