Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 10:02 Alfreð Gíslason mætir Degi Sigurðssyni í öðrum leik þess síðarnefnda með króatíska landsliðið. Mikið verður undir í leiknum. Samsett/Getty Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira
Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira
Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00