Kennedy vill NFL leikstjórnanda sem varaforsetaefni sitt Aron Guðmundsson skrifar 13. mars 2024 16:00 Robert F. Kennedy yngri, forsetaframbjóðandi, hefur viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers að hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjuum Vísir/Samsett mynd Robert F. Kennedy yngri, óháður frambjóðandi til embættis forseta Bandaríkjanna, er sagður hafa viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers eða hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það er The New York Times sem greinir frá og segir að Kennedy hafi bæði rætt við Rodgers sem og fjölbragðaglímukappann Jesse Ventura, fyrrverandi ríkisstjóra Minnesota og kannað hug þeirra á að verða varaforsetaefni sitt. Rodgers og Ventura hafi báðir tekið vel í það. Aaron Rodgers er leikstjórnandi New York Jets og hefur á sínum ferli einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Rodgers lék nær ekkert með New York Jets á síðasta tímabili í NFL deildinni eftir að hafa slitið hásin í upphafi tímabils. Kennedy hefur sjálfur látið hafa það eftir sér að Rodgers og Ventura séu báðir efstir á lista hjá sér yfir möguleg varaforsetaefni. Robert F. Kennedy yngri er bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem var myrtur í júní árið 1968. Framboð Kennedy yngri er sjálfstætt, það er að segja hvorki á vegum Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Sem óháður frambjóðandi reynir Kennedy nú, í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í nóvember seinna á þessu ári, að koma sér inn á kjörseðilinn í sem flestum af ríkjunum fimmtíu sem kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Hingað til er hann búinn að koma sér á kjörseðilinn í fjórum ríkjum. Óljóst er, fari svo að Rodgers færi í framboð með Kennedy, hvernig hann myndi tvinna saman kosningabaráttu og spilamennsku sína í NFL-deildinni. Eitthvað yrði undan að láta hið minnsta. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NFL Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Það er The New York Times sem greinir frá og segir að Kennedy hafi bæði rætt við Rodgers sem og fjölbragðaglímukappann Jesse Ventura, fyrrverandi ríkisstjóra Minnesota og kannað hug þeirra á að verða varaforsetaefni sitt. Rodgers og Ventura hafi báðir tekið vel í það. Aaron Rodgers er leikstjórnandi New York Jets og hefur á sínum ferli einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Rodgers lék nær ekkert með New York Jets á síðasta tímabili í NFL deildinni eftir að hafa slitið hásin í upphafi tímabils. Kennedy hefur sjálfur látið hafa það eftir sér að Rodgers og Ventura séu báðir efstir á lista hjá sér yfir möguleg varaforsetaefni. Robert F. Kennedy yngri er bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem var myrtur í júní árið 1968. Framboð Kennedy yngri er sjálfstætt, það er að segja hvorki á vegum Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Sem óháður frambjóðandi reynir Kennedy nú, í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í nóvember seinna á þessu ári, að koma sér inn á kjörseðilinn í sem flestum af ríkjunum fimmtíu sem kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Hingað til er hann búinn að koma sér á kjörseðilinn í fjórum ríkjum. Óljóst er, fari svo að Rodgers færi í framboð með Kennedy, hvernig hann myndi tvinna saman kosningabaráttu og spilamennsku sína í NFL-deildinni. Eitthvað yrði undan að láta hið minnsta.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NFL Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira