Ekki vera Vilhjálmur! Viðar Eggertsson skrifar 11. mars 2024 16:01 Á dögunum birti Vilhjálmur Bjarnason fyrrv. þingmaður, grein í Morgunblaðinu um lífeyrissjóði og eftirlaunakjör og var þar margt áhugavert frá greinarhöfundi en annað því miður ekki alveg rétt. Mér er því ljúft og skylt að bæta þekkingu Vilhjálms, sem og að upplýsa áhugasama um málefni eldra fólks um eitt og annað sem gott er að vita. Um meintar skemmtanir og ferðalög Vilhjálmur hnjóðar í Landssamband eldri borgara – LEB, segir LEB einkum fást við „skemmtanir og ferðalög“. Þetta er alrangt. LEB heldur engar skemmtanir og stendur ekki fyrir neinum ferðalögum. Aftur á móti getur Vilhjálmur, eins og allir aðrir sem náð hafa sextugsaldri, umsvifalaust gengið í eitthvert aðildarfélaganna 55 og farið að skemmta sér og í ferðalög með félögum sínum þar. Því félög eldri borgara um allt land gegna mikilvægu hlutverki. Flest sveitarfélög hafa gert samninga við félögin til að styrkja búsetu og lífsskilyrði eldri heimamanna, því ekkert þeirra vill vera án þessara kraftmiklu og mikilvægu útsvarsgreiðenda sem fyrir þau eru Virði en ekki byrði. Af hverju er LEB ekki að skemmta fólki? LEB er landssamband allra 55 félaga eldri borgara og var stofnað fyrir 35 árum beinlínis til að berjast fyrir bættum kjörum eldra fólks og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum. Vera málsvari við stjórnvöld og fjölmiðla t.d. Kjaramál hafa alltaf verið á oddinum hjá LEB, sem þó þarf að berjast án þeirra vopna sem verkalýðsfélög hafa: samningaborðs og verkfalla. Eldra fólk á engin önnur vopn en samtakamáttinn. Straumhvörf Straumhvörf urðu haustið 2016 þegar lögum um almannatryggingar var breytt á róttækan hátt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttur sem félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Bjarnason sat þá á Alþingi í stjórnarmeirihlutanum. Lögin tóku gildi 1. janúar 2017. Róttæk umpólun ellilífeyris Helstu tíðindin við þessa lagabreytingu var umpólunin hvað varðar tvær meginstoðir ellilífeyris eldra fólks. Fram að lagabreytingunni var ellilífeyrir frá almannatryggingum fyrsta stoðin. Réttur til ellilífeyris frá almannatryggingum var hugsaður sem áunnin réttindi þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði í 40 ár eða lengur og skilað sínu til ríkis og sveitarfélaga alla sína hunds- og kattartíð. Inneign í lífeyrissjóði hafði verið önnur stoð þeirra sem voru komnir á aldur með persónulegri sjóðsöfnun samkv. lögum um lífeyrissjóði til að bæta kjör sín. Við lagabreytinguna varð persónulegur lífeyrissjóður eftirlaunatakans fyrsta stoð en áunnin réttindi frá almannatryggingum önnur stoð. Þessu hefur LEB mótmælt með öllum tiltækum ráðum. Sú vegferð hefur hvorki verið ánægjulegt ferðalag né nokkrum til skemmtunar. „Bætur“ Með þessari róttæku umpólun hefur stjórnvöldum, þá ekki síst þeim fjármálaráðherra sem hefur setið meira og minna síðasta áratug, Bjarna Benediktssyni, verið tamt að innleiða orðið „bætur“ um ellilífeyri frá almannatryggingum. Hann getur það því það var meiningin með þessari umpólun, að breyta greiðslum almannatrygginga í uppbætur fyrir þá sem eiga minna í lífeyrissjóði en nægir til lágmarksframfærslu. Þannig skerðast greiðslur frá almannatryggingum við hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum. Tekjutengingar kalla á skerðingar Allar tekjur koma til skerðingar á greiðslum frá almannatryggingum, en með frítekjumörkum. Almennt frítekjumark, sameiginlegt fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur, upp á 25.000 kr. sem hefur ekki hækkað um krónu þó að komið sé á áttunda ár síðan sú krónutala var lögfest. Bara það er í sjálfu sér kjararýrnun. Bið eftir réttlæti er að neita um réttlæti Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2017 sagði þáverandi stjórnarandstæðingurinn Katrín Jakobsdóttir í frægri ræðu m.a.: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Ekki liðu nema nokkrar vikur þar til ræðukona var orðin forsætisráðherra. Enn bíða fátækir eftirlaunatakar eftir réttlæti. Því hélt LEB stórt málþing síðasta haust undir yfirskriftinni: „Við bíðum… ekki lengur!“ með þátttöku ráðherra, þingmanna, eldra fólks, verkalýðshreyfingarinnar og sérfræðinga í kjörum eldra fólks. Troðfullt var út úr dyrum og málþinginu streymt. Upptöku er að finna á forsíðu heimasíðu LEB Áherslur LEB: Við bíðum… ekki lengur! Almennar aðgerðir: Hækkun frítekjumarks í a.m.k. 100.000 kr. Ellilífeyrir almannatrygginga verði ekki lægri en lægsti launataxti Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu Heimilisuppbót falli undir lög nr. 100/2007 um almannatryggingar Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / hækkun persónuafsláttar Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Einnig verði skoðað að þeir lægstu fái sérstakt tillegg Vilhjálmur Bjarnason, sem og allir aðrir, er boðinn velkominn að leggjast á árarnar með LEB til bættra kjara fyrir eldra fólk. Höfundur er skrifstofustjóri LEB – Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Vilhjálmur Bjarnason fyrrv. þingmaður, grein í Morgunblaðinu um lífeyrissjóði og eftirlaunakjör og var þar margt áhugavert frá greinarhöfundi en annað því miður ekki alveg rétt. Mér er því ljúft og skylt að bæta þekkingu Vilhjálms, sem og að upplýsa áhugasama um málefni eldra fólks um eitt og annað sem gott er að vita. Um meintar skemmtanir og ferðalög Vilhjálmur hnjóðar í Landssamband eldri borgara – LEB, segir LEB einkum fást við „skemmtanir og ferðalög“. Þetta er alrangt. LEB heldur engar skemmtanir og stendur ekki fyrir neinum ferðalögum. Aftur á móti getur Vilhjálmur, eins og allir aðrir sem náð hafa sextugsaldri, umsvifalaust gengið í eitthvert aðildarfélaganna 55 og farið að skemmta sér og í ferðalög með félögum sínum þar. Því félög eldri borgara um allt land gegna mikilvægu hlutverki. Flest sveitarfélög hafa gert samninga við félögin til að styrkja búsetu og lífsskilyrði eldri heimamanna, því ekkert þeirra vill vera án þessara kraftmiklu og mikilvægu útsvarsgreiðenda sem fyrir þau eru Virði en ekki byrði. Af hverju er LEB ekki að skemmta fólki? LEB er landssamband allra 55 félaga eldri borgara og var stofnað fyrir 35 árum beinlínis til að berjast fyrir bættum kjörum eldra fólks og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum. Vera málsvari við stjórnvöld og fjölmiðla t.d. Kjaramál hafa alltaf verið á oddinum hjá LEB, sem þó þarf að berjast án þeirra vopna sem verkalýðsfélög hafa: samningaborðs og verkfalla. Eldra fólk á engin önnur vopn en samtakamáttinn. Straumhvörf Straumhvörf urðu haustið 2016 þegar lögum um almannatryggingar var breytt á róttækan hátt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttur sem félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Bjarnason sat þá á Alþingi í stjórnarmeirihlutanum. Lögin tóku gildi 1. janúar 2017. Róttæk umpólun ellilífeyris Helstu tíðindin við þessa lagabreytingu var umpólunin hvað varðar tvær meginstoðir ellilífeyris eldra fólks. Fram að lagabreytingunni var ellilífeyrir frá almannatryggingum fyrsta stoðin. Réttur til ellilífeyris frá almannatryggingum var hugsaður sem áunnin réttindi þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði í 40 ár eða lengur og skilað sínu til ríkis og sveitarfélaga alla sína hunds- og kattartíð. Inneign í lífeyrissjóði hafði verið önnur stoð þeirra sem voru komnir á aldur með persónulegri sjóðsöfnun samkv. lögum um lífeyrissjóði til að bæta kjör sín. Við lagabreytinguna varð persónulegur lífeyrissjóður eftirlaunatakans fyrsta stoð en áunnin réttindi frá almannatryggingum önnur stoð. Þessu hefur LEB mótmælt með öllum tiltækum ráðum. Sú vegferð hefur hvorki verið ánægjulegt ferðalag né nokkrum til skemmtunar. „Bætur“ Með þessari róttæku umpólun hefur stjórnvöldum, þá ekki síst þeim fjármálaráðherra sem hefur setið meira og minna síðasta áratug, Bjarna Benediktssyni, verið tamt að innleiða orðið „bætur“ um ellilífeyri frá almannatryggingum. Hann getur það því það var meiningin með þessari umpólun, að breyta greiðslum almannatrygginga í uppbætur fyrir þá sem eiga minna í lífeyrissjóði en nægir til lágmarksframfærslu. Þannig skerðast greiðslur frá almannatryggingum við hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum. Tekjutengingar kalla á skerðingar Allar tekjur koma til skerðingar á greiðslum frá almannatryggingum, en með frítekjumörkum. Almennt frítekjumark, sameiginlegt fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur, upp á 25.000 kr. sem hefur ekki hækkað um krónu þó að komið sé á áttunda ár síðan sú krónutala var lögfest. Bara það er í sjálfu sér kjararýrnun. Bið eftir réttlæti er að neita um réttlæti Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2017 sagði þáverandi stjórnarandstæðingurinn Katrín Jakobsdóttir í frægri ræðu m.a.: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Ekki liðu nema nokkrar vikur þar til ræðukona var orðin forsætisráðherra. Enn bíða fátækir eftirlaunatakar eftir réttlæti. Því hélt LEB stórt málþing síðasta haust undir yfirskriftinni: „Við bíðum… ekki lengur!“ með þátttöku ráðherra, þingmanna, eldra fólks, verkalýðshreyfingarinnar og sérfræðinga í kjörum eldra fólks. Troðfullt var út úr dyrum og málþinginu streymt. Upptöku er að finna á forsíðu heimasíðu LEB Áherslur LEB: Við bíðum… ekki lengur! Almennar aðgerðir: Hækkun frítekjumarks í a.m.k. 100.000 kr. Ellilífeyrir almannatrygginga verði ekki lægri en lægsti launataxti Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu Heimilisuppbót falli undir lög nr. 100/2007 um almannatryggingar Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / hækkun persónuafsláttar Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Einnig verði skoðað að þeir lægstu fái sérstakt tillegg Vilhjálmur Bjarnason, sem og allir aðrir, er boðinn velkominn að leggjast á árarnar með LEB til bættra kjara fyrir eldra fólk. Höfundur er skrifstofustjóri LEB – Landssambands eldri borgara.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar