„Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2024 11:10 Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira