„Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2024 11:10 Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira