Björgunarsveitir leita týnds skíðahóps í Ölpunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 22:36 Hópurinn hélt af stað í gærdag frá skíðasvæðinu í Zermatt, nærri fjallinu Matterhorn. EPA Mikill fjöldi björgunarfólks í Sviss leitar nú hóps skíðafólks sem ekki hefur spurst til síðan í nótt. Vegna slæmra veðurskilyrða gengur leitin hægt. Í frétt BBC segir að sex manna hópur hafi haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að bænum Arolla með fram landamærum Sviss og Ítalíu. Ekki hafi spurst til hópsins síðan hann var staðsettur nærri Tete Blanche fjallinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á svæðinu hefur allt tiltækt björgunarlið verið kallað til en vegna veðuraðstæðna sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Mikil snjókoma og vindar hafa verið á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Skíðasvæðið Saas-Fee, sem staðsett er nærri Zermatt, er lokað vegna of mikillar snjókomu. Talsmaður flugbjörgunarsveitar Zermatt segir í samtali við BBC að veðuraðstæður bjóði ekki upp á flug yfir svæðið að svo stöddu. Hann telur líklegra að veðrið hafi yfirbugað hópinn frekar en að hann hafi orðið fyrir snjóflóði. Ekki mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu þar sem þau eru sögð hafa týnst. Hann segir ekki hægt að greina tal í síðustu orðsendingunni sem kom frá hópnum, en hún veiti viðbragðsaðilum þó vísbendingar um staðsetningu þeirra. Nöfn og þjóðerni fólksins í hópnum liggja ekki fyrir að svo stöddu. Leiðin sem hópurinn hugðist skíða er hluti af Haute Route leiðinni, sem liggur frá Zermatt til Chamonix. Leiðin er einungis við hæfi þeirra reyndustu í íþróttinni og nokkra daga tekur að klára hana. Talsmaður björgunarsveitanna segir ekki útilokað að hópurinn sé enn á lífi hafi þau náð að grafa sig ofan í holu. Vonast sé til þess að hægt verði að fljúga þyrlum yfir svæðið sem fyrst en til þess þurfi veðrið að ganga niður. Sviss Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Í frétt BBC segir að sex manna hópur hafi haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að bænum Arolla með fram landamærum Sviss og Ítalíu. Ekki hafi spurst til hópsins síðan hann var staðsettur nærri Tete Blanche fjallinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á svæðinu hefur allt tiltækt björgunarlið verið kallað til en vegna veðuraðstæðna sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Mikil snjókoma og vindar hafa verið á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Skíðasvæðið Saas-Fee, sem staðsett er nærri Zermatt, er lokað vegna of mikillar snjókomu. Talsmaður flugbjörgunarsveitar Zermatt segir í samtali við BBC að veðuraðstæður bjóði ekki upp á flug yfir svæðið að svo stöddu. Hann telur líklegra að veðrið hafi yfirbugað hópinn frekar en að hann hafi orðið fyrir snjóflóði. Ekki mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu þar sem þau eru sögð hafa týnst. Hann segir ekki hægt að greina tal í síðustu orðsendingunni sem kom frá hópnum, en hún veiti viðbragðsaðilum þó vísbendingar um staðsetningu þeirra. Nöfn og þjóðerni fólksins í hópnum liggja ekki fyrir að svo stöddu. Leiðin sem hópurinn hugðist skíða er hluti af Haute Route leiðinni, sem liggur frá Zermatt til Chamonix. Leiðin er einungis við hæfi þeirra reyndustu í íþróttinni og nokkra daga tekur að klára hana. Talsmaður björgunarsveitanna segir ekki útilokað að hópurinn sé enn á lífi hafi þau náð að grafa sig ofan í holu. Vonast sé til þess að hægt verði að fljúga þyrlum yfir svæðið sem fyrst en til þess þurfi veðrið að ganga niður.
Sviss Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira