Orri Steinn byrjaði þegar FCK skaut sér á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 17:00 Orri Steinn í baráttunni gegn Manchester City. Vísir/Getty Images Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar lögðu Íslendingalið Lyngby 4-0 í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði heimamanna á meðan Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Lyngby. Hvorugur framherjinn komst hins vegar á blað í dag. Eftir að hafa verið úti í kuldanum eftir að FCK hóf leik að nýju eftir jólafrí þá byrjaði Orri Steinn í tapinu gegn Manchester City í miðri viku. Þar lagði hann upp mark með glæsilegri hælsendingu og var því áfram í fremstu víglínu þegar meistararnir tóku á móti Lyngby. #fcklive #sldk pic.twitter.com/GGTguHIs7n— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Það var lítið sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í fyrri hálfleik en staðan var í markalaus þegar tæpar 38 mínútur voru liðnar. Þá varð Dani hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lði Lyngby og flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið. Rasmus Falk tvöfaldaði forystuan tveimur mínútum síðar og norski landsliðsmaðurinn Mohamed Elyounoussi gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby á 59. mínútu en á sama tíma var Andri Lucas tekinn af velli. Skömmu síðar var Orri Steinn tekinn af velli. Það var svo á 68. mínútu sem varamaðurinn Diogo Gonçalves stráði salti í sár gestanna með fjórða marki FCK. Fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og lokatölur 4-0. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikbanni hjá Lyngby. Solid sejr #fcklive #sldk pic.twitter.com/iQkMn0kdNm— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Fyrr í dag vann AGF 1-0 útisigur á Silkeborg. Mikael Neville Anderson spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir AGF á meðan Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg í síðari hálfleik. FCK er komið á topp deildarinnar með 42 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með jafn mörg stig í 2. sæti en eiga leik til góða gegn Randers á morgun, mánudag. AgF er í 5. sæti með 33 stig og Silkeborg sæti neðar með 27 stig. Lyngby er í 10. sæti, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Eftir að hafa verið úti í kuldanum eftir að FCK hóf leik að nýju eftir jólafrí þá byrjaði Orri Steinn í tapinu gegn Manchester City í miðri viku. Þar lagði hann upp mark með glæsilegri hælsendingu og var því áfram í fremstu víglínu þegar meistararnir tóku á móti Lyngby. #fcklive #sldk pic.twitter.com/GGTguHIs7n— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Það var lítið sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í fyrri hálfleik en staðan var í markalaus þegar tæpar 38 mínútur voru liðnar. Þá varð Dani hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lði Lyngby og flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið. Rasmus Falk tvöfaldaði forystuan tveimur mínútum síðar og norski landsliðsmaðurinn Mohamed Elyounoussi gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby á 59. mínútu en á sama tíma var Andri Lucas tekinn af velli. Skömmu síðar var Orri Steinn tekinn af velli. Það var svo á 68. mínútu sem varamaðurinn Diogo Gonçalves stráði salti í sár gestanna með fjórða marki FCK. Fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og lokatölur 4-0. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikbanni hjá Lyngby. Solid sejr #fcklive #sldk pic.twitter.com/iQkMn0kdNm— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Fyrr í dag vann AGF 1-0 útisigur á Silkeborg. Mikael Neville Anderson spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir AGF á meðan Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg í síðari hálfleik. FCK er komið á topp deildarinnar með 42 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með jafn mörg stig í 2. sæti en eiga leik til góða gegn Randers á morgun, mánudag. AgF er í 5. sæti með 33 stig og Silkeborg sæti neðar með 27 stig. Lyngby er í 10. sæti, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira