Bændur bora í nefið eftir lokun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2024 20:31 Systkinin Sigurjón Ragnarsson og Björg Ragnarsdóttir, sem hafa rekið verslunina Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi síðustu fjögur ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skellt var í lás klukkan 18:00 í dag í versluninni Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir fullt og allt. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu segjast vera mjög leiðir að hafa enga verslun lengur og hvað þá heimamenn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tvær fjölskyldur úr Þorlákshöfn hafa rekið verslunin á Borg síðustu fjögur ár er nú er komið að leiðarlokum því versluninni var lokað fyrir fullt og allt klukkan sex nú síðdegis. En var það erfið ákvörðun að taka að loka versluninni? „Já, já, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að leggja í ómælda vinnu í þetta síðan í haust að reyna að fara í samningaviðræður við alla byrgja um nauðasamninga og svona, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt,” segir Sigurjón Ragnarsson, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Hvernig myndir þú lýsa þessari verslun eins og hún var? „Þetta var bara svona gamli kaupmaðurinn á horninu, allt til og ef það var ekki til þá eins og ég segi, þá þurftir þú ekki á því að halda,” bætir Sigurjón viðl. „Það er svolítill söknuður í þessu því það er mikið af góðu fólki, sem maður á eftir að sakna mikið. Þetta var erfið ákvörðun, þetta gerðist svolítið hratt, það var kannski ágætt,” segir Björg Ragnarsdóttir, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Á efri hæð verslunarinnar er gisting fyrir ferðamenn og ekki er ólíklegt að neðri hæðinni verði líka breytt í gistingu nú þegar verslunin er hætt störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir sumarbústaða eru í Grímsnes og Grafningshreppi og þar í kring og því mikill söknuður hjá sumarbústaðaeigendum og ekki síður heimamönnum á Borg að nú sé búið að loka versluninni. „Jú, ég er mjög leið yfir þessu,” segir Hjördís Davíðsdóttir sumarbústaðaeigandi. „Það á eftir að sannast það að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Þau hafa þjónustað okkur mjög vel og ef eitthvað er ekki til þá er því reddað, þannig á þetta að vera, við sjáum mikið eftir þeim,” segir Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi. En hvað gera bændur núna þegar það er búið að loka? „Þeir bora í nefið á sér, það er ekkert annað að gera. Þetta verður bara mjög slæmt, menn eiga eftir að finna fyrir þessu,” segir Sveinn Guðmundur. Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi er mjög ósáttur við lokun verslunarinnar. Það er þó vert að taka það fram að það er verslun á Sólheimum og í Þrastalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum þetta frá verslunareigendunum. „Takk fyrir okkur.” Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Tvær fjölskyldur úr Þorlákshöfn hafa rekið verslunin á Borg síðustu fjögur ár er nú er komið að leiðarlokum því versluninni var lokað fyrir fullt og allt klukkan sex nú síðdegis. En var það erfið ákvörðun að taka að loka versluninni? „Já, já, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að leggja í ómælda vinnu í þetta síðan í haust að reyna að fara í samningaviðræður við alla byrgja um nauðasamninga og svona, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt,” segir Sigurjón Ragnarsson, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Hvernig myndir þú lýsa þessari verslun eins og hún var? „Þetta var bara svona gamli kaupmaðurinn á horninu, allt til og ef það var ekki til þá eins og ég segi, þá þurftir þú ekki á því að halda,” bætir Sigurjón viðl. „Það er svolítill söknuður í þessu því það er mikið af góðu fólki, sem maður á eftir að sakna mikið. Þetta var erfið ákvörðun, þetta gerðist svolítið hratt, það var kannski ágætt,” segir Björg Ragnarsdóttir, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Á efri hæð verslunarinnar er gisting fyrir ferðamenn og ekki er ólíklegt að neðri hæðinni verði líka breytt í gistingu nú þegar verslunin er hætt störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir sumarbústaða eru í Grímsnes og Grafningshreppi og þar í kring og því mikill söknuður hjá sumarbústaðaeigendum og ekki síður heimamönnum á Borg að nú sé búið að loka versluninni. „Jú, ég er mjög leið yfir þessu,” segir Hjördís Davíðsdóttir sumarbústaðaeigandi. „Það á eftir að sannast það að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Þau hafa þjónustað okkur mjög vel og ef eitthvað er ekki til þá er því reddað, þannig á þetta að vera, við sjáum mikið eftir þeim,” segir Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi. En hvað gera bændur núna þegar það er búið að loka? „Þeir bora í nefið á sér, það er ekkert annað að gera. Þetta verður bara mjög slæmt, menn eiga eftir að finna fyrir þessu,” segir Sveinn Guðmundur. Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi er mjög ósáttur við lokun verslunarinnar. Það er þó vert að taka það fram að það er verslun á Sólheimum og í Þrastalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum þetta frá verslunareigendunum. „Takk fyrir okkur.”
Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira