Klopp um Nunez: Gæðin leka út um eyrun á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 13:00 Darwin Nunez fagnar öðru marka sinna í gær með því að benda á eyrað sitt en stuðningsmann mótherjanna eru duglegir að láta hann heyra það. Getty/Alexander Hassenstein Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði úrúgvæska framherjanum Darwin Nunez eftir 5-1 sigur Liverpool á útivelli á móti Sparta Prag í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Nunez skoraði tvö mörk í leiknum og þau voru bæði af betri gerðinni. Hann er nú kominn með sextán mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Liverpool er nánast búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Nunez hefur reyndar farið illa með mörg dauðafæri og fær mikið að heyra af því frá stuðningsmönnum andstæðinga Liverpool. „Hann lætur það ekki trufla sig og heldur alltaf áfram,“ sagði Jürgen Klopp. Auk markanna sextán er Nunez búinn að leggja upp ellefu mörk. „Fyrsta tímabilið hans var meira en allt í lagi en hann þurfti samt tíma til að aðlagast. Nú er hann búinn að því og orðinn fullgildur innan liðsins,“ sagði Klopp. „Hann elskar að spila fyrir liðið og með þessum strákum. Ggæðin leka út um eyrun á honum,“ sagði Klopp en BBC segir frá. „Er hann búinn að ná toppnum? Nei ekki hjá okkur. Getur hann bætt sig: Já. Er hann alltaf ógnandi? Já,“ sagði Klopp. Klopp: Darwin Nunez is not at his peak yet! He can improve, he s always a threat . He loves playing for this club, he s wonderful boy really . pic.twitter.com/ISPrioNN1G— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2024 Guillem Balague, sérfræðingur BBC í spænska fótboltanum segir að Úrúgvæmaðurinn sé að komast í hæstu hæðir. „Fólk hefur verið að einblína á skort á hæfileikum í því að klára færin en líta fram hjá því hversu sterkur hann er andlega. Það hefur komið honum þangað sem hann er i dag,“ sagði Guillem Balague. „Hann er ekki lengur Benfica leikmaðurinn heldur er hann að verða að heimsklassa leikmanni,“ sagði Balague. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=826hdIXWMt0">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Nunez skoraði tvö mörk í leiknum og þau voru bæði af betri gerðinni. Hann er nú kominn með sextán mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Liverpool er nánast búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Nunez hefur reyndar farið illa með mörg dauðafæri og fær mikið að heyra af því frá stuðningsmönnum andstæðinga Liverpool. „Hann lætur það ekki trufla sig og heldur alltaf áfram,“ sagði Jürgen Klopp. Auk markanna sextán er Nunez búinn að leggja upp ellefu mörk. „Fyrsta tímabilið hans var meira en allt í lagi en hann þurfti samt tíma til að aðlagast. Nú er hann búinn að því og orðinn fullgildur innan liðsins,“ sagði Klopp. „Hann elskar að spila fyrir liðið og með þessum strákum. Ggæðin leka út um eyrun á honum,“ sagði Klopp en BBC segir frá. „Er hann búinn að ná toppnum? Nei ekki hjá okkur. Getur hann bætt sig: Já. Er hann alltaf ógnandi? Já,“ sagði Klopp. Klopp: Darwin Nunez is not at his peak yet! He can improve, he s always a threat . He loves playing for this club, he s wonderful boy really . pic.twitter.com/ISPrioNN1G— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2024 Guillem Balague, sérfræðingur BBC í spænska fótboltanum segir að Úrúgvæmaðurinn sé að komast í hæstu hæðir. „Fólk hefur verið að einblína á skort á hæfileikum í því að klára færin en líta fram hjá því hversu sterkur hann er andlega. Það hefur komið honum þangað sem hann er i dag,“ sagði Guillem Balague. „Hann er ekki lengur Benfica leikmaðurinn heldur er hann að verða að heimsklassa leikmanni,“ sagði Balague. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=826hdIXWMt0">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira