Bein útsending: Skrifað undir fjögurra ára kjarasamning Kolbeinn Tumi Daðason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. mars 2024 15:35 Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson hafa farið hönd í hönd í stafni breiðfylkingarinnar í samningaviðræðunum. Hér eru þau brosandi rétt fyrir klukkan fimm. vísir/vilhelm Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni. Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Fulltrúar félaganna þriggja funduðu í morgun með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðild ríkisstjórnar að samningunum. Heimir Már Pétursson ræddi við fulltrúa félaganna þriggja sem voru allir mjög vongóðir um undirritun í dag. Um leið væru svör frá sveitarfélögunum ekki nógu skýr varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum sem er meðal samningsatriða. Vilja fulltrúar félaganna skýrari svör hvernig sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, ætla að koma að útfærslu frírra skólamáltíða. Misjafnt er milli sveitarfélaga varðandi mótstöðu í því málefni. Eru það helst sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta sem efasemda gætir. Svo sem í stærsta sveitarfélaginu Reykjavík þar sem fulltrúar flokksins í borgarráði leggjast gegn fríum skólamáltíðum. Visir verður í beinni útsendingu úr húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni um fimmleytið. Í framhaldinu mun ríkisstjórn kynna aðkomu sína að samningunum á blaðamannafundi klukkan sex. Allt í beinni á Vísi með Heimi Má Péturssyni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira