Síðasta verk Nóbelsverðlaunahafans gefið út gegn hans eigin óskum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 23:54 Gabriel García Márquez hlaut nóbelverðlaunin í bókmenntum árið 1982. Hans frægustu verk eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. EPA Síðasta skáldsaga kolumbíska Nóbelsverðlaunahafans, Gabriel García Márquez, Until August, sem mætti útleggja sem Þangað til í ágúst, verður gefin út að honum látnum og gegn óskum hans. „Hann sagði mér hreint út að ég ætti að eyðileggja skáldsöguna,“ segir Gonzalo García Barcha, sonur rithöfundarins við New York Times. Þar segir að á síðustu æviárum García Márquez hafi hann reynt að leggja lokahönd á söguna sem fjallar um kynlíf giftrar miðaldra konu. Höfundurinn er sagður hafa átt við söguna í mörg ár, á meðan hann glímdi til að mynda við elliglöp og minnisleysi, en hann gafst upp á endanum og ákvað að bókin skyldi ekki gerð aðgengileg almenningi. Eftir sátu 796 blaðsíður sem hafa safnað ryki frá andláti García Márquez, sem lést 87 ára gamall árið 2014, þangað til synir hans ákváðu að ganga á bak orða sinna og gefa skáldsöguna út. Á síðasta ári fengu synirnir ritstjórann Cristóbal Pera, sem hafði unnið með föður þeirra, í verkið. Until August var til í fimm útgáfum og því var vandasamt verk fyrir höndum, að búa til eina heildstæða skáldsögu úr þessum fimm. Þar að auki fékk hann eitt skilyrði: ekki mátti nota stakkt orð sem García Márquez hafði ekki skrifað sjálfur. Fram kemur í umfjöllun New York Post að margt hafi verið ólíkt í þessum fimm útgáfum. Til að mynda var aldur aðalsöguhetjunnar á reyki og stundum var einn elskandi hennar með yfirvaraskegg og stundum ekki. Synir García Márquez segja að með útgáfu Until August verði allra síðasta verk föður þeirra gefið út. Nóbelsverðlaunahafinn hafi vissulega gert margar útgáfur af fyrri verkum sínum, en hann hafi verið óhræddur við að eyða þeim útgáfum sem ekki voru gefnar út. Hann vildi ekki að þær yrðu grandskoðaðar síðar. Þeir segja að það sé á meðal ástæðanna fyrir því að þeir hafi ákveðið að gefa þessa síðustu skáldsögu út. „Þá verður ekkert annað eftir í borðskúffunni.“ Á meðal frægustu skáldsagna García Márquez eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. Guðbergur Bergsson þýddi bæði verkin yfir á íslensku. Bókmenntir Nóbelsverðlaun Bókaútgáfa Kólumbía Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Hann sagði mér hreint út að ég ætti að eyðileggja skáldsöguna,“ segir Gonzalo García Barcha, sonur rithöfundarins við New York Times. Þar segir að á síðustu æviárum García Márquez hafi hann reynt að leggja lokahönd á söguna sem fjallar um kynlíf giftrar miðaldra konu. Höfundurinn er sagður hafa átt við söguna í mörg ár, á meðan hann glímdi til að mynda við elliglöp og minnisleysi, en hann gafst upp á endanum og ákvað að bókin skyldi ekki gerð aðgengileg almenningi. Eftir sátu 796 blaðsíður sem hafa safnað ryki frá andláti García Márquez, sem lést 87 ára gamall árið 2014, þangað til synir hans ákváðu að ganga á bak orða sinna og gefa skáldsöguna út. Á síðasta ári fengu synirnir ritstjórann Cristóbal Pera, sem hafði unnið með föður þeirra, í verkið. Until August var til í fimm útgáfum og því var vandasamt verk fyrir höndum, að búa til eina heildstæða skáldsögu úr þessum fimm. Þar að auki fékk hann eitt skilyrði: ekki mátti nota stakkt orð sem García Márquez hafði ekki skrifað sjálfur. Fram kemur í umfjöllun New York Post að margt hafi verið ólíkt í þessum fimm útgáfum. Til að mynda var aldur aðalsöguhetjunnar á reyki og stundum var einn elskandi hennar með yfirvaraskegg og stundum ekki. Synir García Márquez segja að með útgáfu Until August verði allra síðasta verk föður þeirra gefið út. Nóbelsverðlaunahafinn hafi vissulega gert margar útgáfur af fyrri verkum sínum, en hann hafi verið óhræddur við að eyða þeim útgáfum sem ekki voru gefnar út. Hann vildi ekki að þær yrðu grandskoðaðar síðar. Þeir segja að það sé á meðal ástæðanna fyrir því að þeir hafi ákveðið að gefa þessa síðustu skáldsögu út. „Þá verður ekkert annað eftir í borðskúffunni.“ Á meðal frægustu skáldsagna García Márquez eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. Guðbergur Bergsson þýddi bæði verkin yfir á íslensku.
Bókmenntir Nóbelsverðlaun Bókaútgáfa Kólumbía Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira