„Ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:41 Magnús Stefánsson (t.h.) fer yfir stöðuna með Erlingi Richardssyni. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, gat leyft sér að fagna í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18