Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2024 16:01 „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar umfangsmikilla aðgerða sem lögregla réðst í í gær. Tilefni aðgerðarinnar var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Grímur segir að nú taki við hefðbundin framhaldsrannsókn við yfirheyrslur og úrvinnslu þeirra gagna sem hald var lagt á í gær. „Það var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald svo það þarf að vinna hratt í þessari viku.“ Farið var í tuttugu og fimm húsleitir, þar af flestar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitirnar fóru fram á veitingastöðum, heimilum og í gistiheimilinu Kastalanum. Grímur segir að hald hafi verið lagt á talsvert af gögnum og eitthvað af fjármunum en vill ekki gefa upp hversu mikið. Þá sé til skoðunar hvort og þá hvaða eignir verði frystar. Börn á heimilum grunaðra og sem og brotaþola Grunur leikur á að um mansal sé að ræða, og hefur Grímur sagt meinta þolendur þess meðal annars vera starfsfólk veitingastaða. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsamanna, þar að segja svokallað vinnumansal. En svo það sé skýrt þá var ekki um að ræða barn sem grunur væri á að verið væri að nýta í þessu skyni, en hinsvegar voru börn á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu.“ Það er þá spurning um með hvaða hætti hagnýtingin hafi verið og þá hvort hún hafi verið ólögmæt. Grímur segir ákvæði hegningarlaga um mansal alveg skýrt. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að uppfylla. Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þá séu ýmis úrræði til staðar fyrir fólk sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. „Í tilvikunum í gær var það ekki þannig að það fólk færi í húsnæði á vegum sveitafélaga, en sveitafélögin bera ábyrgð á því ef til þess kemur. En það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar og starfsenn stofnanna og félagasamtaka sem komu að þessu með okkur og hafa ákveðið hlutverk þegar grunur er um mansal. En sú vinna er í gangi að viðkomandi geti fengið dvalarleyfi á grundvelli þess að hann sé hugsanlega fórnarlamb mansals.“ Um er að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Þá segir Grímur að nokkur ár séu liðin frá því að athygli lögreglunnar var fyrst vakin á starfseminni. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár.“ Lögreglumál Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar umfangsmikilla aðgerða sem lögregla réðst í í gær. Tilefni aðgerðarinnar var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Grímur segir að nú taki við hefðbundin framhaldsrannsókn við yfirheyrslur og úrvinnslu þeirra gagna sem hald var lagt á í gær. „Það var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald svo það þarf að vinna hratt í þessari viku.“ Farið var í tuttugu og fimm húsleitir, þar af flestar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitirnar fóru fram á veitingastöðum, heimilum og í gistiheimilinu Kastalanum. Grímur segir að hald hafi verið lagt á talsvert af gögnum og eitthvað af fjármunum en vill ekki gefa upp hversu mikið. Þá sé til skoðunar hvort og þá hvaða eignir verði frystar. Börn á heimilum grunaðra og sem og brotaþola Grunur leikur á að um mansal sé að ræða, og hefur Grímur sagt meinta þolendur þess meðal annars vera starfsfólk veitingastaða. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsamanna, þar að segja svokallað vinnumansal. En svo það sé skýrt þá var ekki um að ræða barn sem grunur væri á að verið væri að nýta í þessu skyni, en hinsvegar voru börn á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu.“ Það er þá spurning um með hvaða hætti hagnýtingin hafi verið og þá hvort hún hafi verið ólögmæt. Grímur segir ákvæði hegningarlaga um mansal alveg skýrt. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að uppfylla. Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þá séu ýmis úrræði til staðar fyrir fólk sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. „Í tilvikunum í gær var það ekki þannig að það fólk færi í húsnæði á vegum sveitafélaga, en sveitafélögin bera ábyrgð á því ef til þess kemur. En það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar og starfsenn stofnanna og félagasamtaka sem komu að þessu með okkur og hafa ákveðið hlutverk þegar grunur er um mansal. En sú vinna er í gangi að viðkomandi geti fengið dvalarleyfi á grundvelli þess að hann sé hugsanlega fórnarlamb mansals.“ Um er að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Þá segir Grímur að nokkur ár séu liðin frá því að athygli lögreglunnar var fyrst vakin á starfseminni. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár.“
Lögreglumál Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28