Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 22:57 Gunnar Magnússon hefur marga fjöruna sopið með íslneska landsliðinu og mun nú aðstoða Dag Sigurðsson við leikgreiningu fyrir Króatíu. Hulda Margrét & @insta_hrs Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. Dagur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í dag. Í samtali við Vísi greindi hann frá því að þjálfarinn Gunnar Magnússon, sem nú stýrir Aftureldingu en er margreyndur sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, yrði Degi til halds og trausts. „Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti. Ég er ævinlega þakklátur honum fyrir að taka það að sér,“ segir Dagur. Klippa: Dagur með íslenskan aðstoðarmann Stutt er í ólympíuumspilið þar sem Króatía berst við Þýskaland Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum. Dagur er feginn að geta kastað fram hugmyndum til Gunnars fram að því og í umspilsvikunni um miðjan mars: „Ég er með mjög reyndan mann þar sem hefur farið á þrenna Ólympíuleika og ég veit ekki hvað mörg heims- og Evrópumeistaramót. Hann hefur líka farið í gegnum svona keppni [ólympíuumspil] tvisvar þannig að það er gott að hafa reynslumann með sér í þessu. Ég er ánægður með að Króatarnir skyldu taka vel í það,“ segir Dagur sem vonast til þess að Gunnar verði með honum í Þýskalandi þar sem ólympíuumspilið fer fram. Gamall lærisveinn verður aðstoðarþjálfari Dagur verður einnig með hinn 44 ára gamla Denis Spoljaric sem aðstoðarþjálfara. „Ég tek aðstoðarmann með mér sem að spilaði fyrir mig í Berlín, hjá Füchse. Hann var króatískur varnarmaður sem varð bæði ólympíu- og heimsmeistari, og er mjög traustur og góður drengur. Hann verður aðstoðarmaður minn í þessum leikjum til að byrja með, og vonandi lengur.“ Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Dagur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í dag. Í samtali við Vísi greindi hann frá því að þjálfarinn Gunnar Magnússon, sem nú stýrir Aftureldingu en er margreyndur sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, yrði Degi til halds og trausts. „Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti. Ég er ævinlega þakklátur honum fyrir að taka það að sér,“ segir Dagur. Klippa: Dagur með íslenskan aðstoðarmann Stutt er í ólympíuumspilið þar sem Króatía berst við Þýskaland Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum. Dagur er feginn að geta kastað fram hugmyndum til Gunnars fram að því og í umspilsvikunni um miðjan mars: „Ég er með mjög reyndan mann þar sem hefur farið á þrenna Ólympíuleika og ég veit ekki hvað mörg heims- og Evrópumeistaramót. Hann hefur líka farið í gegnum svona keppni [ólympíuumspil] tvisvar þannig að það er gott að hafa reynslumann með sér í þessu. Ég er ánægður með að Króatarnir skyldu taka vel í það,“ segir Dagur sem vonast til þess að Gunnar verði með honum í Þýskalandi þar sem ólympíuumspilið fer fram. Gamall lærisveinn verður aðstoðarþjálfari Dagur verður einnig með hinn 44 ára gamla Denis Spoljaric sem aðstoðarþjálfara. „Ég tek aðstoðarmann með mér sem að spilaði fyrir mig í Berlín, hjá Füchse. Hann var króatískur varnarmaður sem varð bæði ólympíu- og heimsmeistari, og er mjög traustur og góður drengur. Hann verður aðstoðarmaður minn í þessum leikjum til að byrja með, og vonandi lengur.“
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06