Costner veðjar öllu á sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2024 22:27 Leikarinn og leikstjórinn víðfrægi, Kevin Costner, birti á dögunum stiklu fyrir kvikmyndina Horizon: An American Saga Chapter 1. Myndin er sú fyrsta af fjórum sem Costner fjármagnaði sjálfur, skrifaði, leikur aðalhlutverkið í og leikstýrir. Costner segist hafa veðsett heimili sitt til að fjármagna myndirnar og kom fram við skilnað Costner og Christine Baumgartner í fyrra að hann hefði eytt meira en tuttugu milljónum dala af eigin peningum í framleiðslu myndanna. Verkefnið á sér áratuga langa sögu og er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir frá Open Range árið 2003. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter leit hugmyndin um HASC fyrst dagsins ljós árið 1988, áður en Costner gerði óskarsverðlaunamyndina Dansar við úlfa. Á einum tímapunkti tóku forsvarsmenn Disney að sér að framleiða myndina en ekki rættist úr því. Fyrstu tvær myndirnar af fjórum verða frumsýndar í kvikmyndahúsum, með einungis tveggja mánaða millibili, sem er fátítt í Hollywood. Myndirnar fjórar spanna fimmtán ára tímabil fyrir og eftir þrælastríðið og fjalla um fólksflutninga til vesturhluta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Sam Worthington, Sienna Miller, Luke Wilson, Giovanni Ribisi, Will patton, Jena Malone, Michael Rooker, Thomas Haden Church og margir fleiri. Bíó og sjónvarp Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Costner segist hafa veðsett heimili sitt til að fjármagna myndirnar og kom fram við skilnað Costner og Christine Baumgartner í fyrra að hann hefði eytt meira en tuttugu milljónum dala af eigin peningum í framleiðslu myndanna. Verkefnið á sér áratuga langa sögu og er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir frá Open Range árið 2003. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter leit hugmyndin um HASC fyrst dagsins ljós árið 1988, áður en Costner gerði óskarsverðlaunamyndina Dansar við úlfa. Á einum tímapunkti tóku forsvarsmenn Disney að sér að framleiða myndina en ekki rættist úr því. Fyrstu tvær myndirnar af fjórum verða frumsýndar í kvikmyndahúsum, með einungis tveggja mánaða millibili, sem er fátítt í Hollywood. Myndirnar fjórar spanna fimmtán ára tímabil fyrir og eftir þrælastríðið og fjalla um fólksflutninga til vesturhluta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Sam Worthington, Sienna Miller, Luke Wilson, Giovanni Ribisi, Will patton, Jena Malone, Michael Rooker, Thomas Haden Church og margir fleiri.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein