Aldís Ásta: Leiðinlegt að vera ekki valin á HM en gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 15:00 Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með KA/þór. Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir spilar sem atvinnumaður hjá sænska félaginu Skara og þekkir því vel sænska handboltann. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti Svíþjóð á Ásvöllum í kvöld í undankeppni EM. Þjóðirnar hafa báðar unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru í fyrsta og öðru sæti. Tvö efstu liðin komast á EM í desember. Leikurinn í Hafnarfirði gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum sæti á Evrópumótinu því fjórar bestu þjóðirnar í þriðja sætinu komast líka á EM 2024. Aldís Ásta spilar með liði Skara í Svíþjóð en hún lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari með liðinu áður en hún fór út. „Það er mjög skemmtilegt að vera í Svíþjóð og það er búið að ganga mjög vel síðustu tvo mánuði. Það var dálítið erfið byrjun hjá okkur en búið að ganga vel upp á síðkastið,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Klippa: Gaman að vera komin aftur í hópinn „Það er mjög gaman og mjög krefjandi að spila þarna. Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Mér líður því mjög vel í Skara,“ sagði Aldís Ásta. „Maður er auðvitað mikið frá fjölskyldu sinni og það hefur líka verið áskorun að læra sænskuna. Ég er samt nokkuð vegin komin með hana. Svo er bara að venjast handboltanum. Mér finnst hann aðeins hraðari og þær eru aðeins sterkari. Ég þarf að koma mér upp á það stig,“ sagði Aldís. Hún ætti að þekkja vel til liðsins sem íslensku stelpurnar eru að fara að mæta. „Þær eru tvær sem eru að spila í sænsku deildinni og ég þekki því eitthvað til þeirra. Svo er ég bara búin að vera fylgjast með,“ sagði Aldís. Hún var ekki með íslenska liðinu á HM en hvernig var að fylgjast með því? „Það er leiðinlegt að vera ekki valin en það var mjög gaman að horfa á stelpurnar og þær stóðu sig bara mjög vel. Það er gaman að vera komin aftur í hópinn,“ sagði Aldís. Hún var að framlengja samning sinn við sænska liðið. „Mér líður bara mjög vel og ég sé fram á það að ég geti þar bætti minn leik enn þá meira. Ég ákvað því að framlengja um eitt ár,“ sagði Aldís. Landslið karla í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti Svíþjóð á Ásvöllum í kvöld í undankeppni EM. Þjóðirnar hafa báðar unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum og eru í fyrsta og öðru sæti. Tvö efstu liðin komast á EM í desember. Leikurinn í Hafnarfirði gæti farið langt með að tryggja sigurvegaranum sæti á Evrópumótinu því fjórar bestu þjóðirnar í þriðja sætinu komast líka á EM 2024. Aldís Ásta spilar með liði Skara í Svíþjóð en hún lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari með liðinu áður en hún fór út. „Það er mjög skemmtilegt að vera í Svíþjóð og það er búið að ganga mjög vel síðustu tvo mánuði. Það var dálítið erfið byrjun hjá okkur en búið að ganga vel upp á síðkastið,“ sagði Aldís Ásta Heimisdóttir í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Klippa: Gaman að vera komin aftur í hópinn „Það er mjög gaman og mjög krefjandi að spila þarna. Stelpurnar í liðinu eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Mér líður því mjög vel í Skara,“ sagði Aldís Ásta. „Maður er auðvitað mikið frá fjölskyldu sinni og það hefur líka verið áskorun að læra sænskuna. Ég er samt nokkuð vegin komin með hana. Svo er bara að venjast handboltanum. Mér finnst hann aðeins hraðari og þær eru aðeins sterkari. Ég þarf að koma mér upp á það stig,“ sagði Aldís. Hún ætti að þekkja vel til liðsins sem íslensku stelpurnar eru að fara að mæta. „Þær eru tvær sem eru að spila í sænsku deildinni og ég þekki því eitthvað til þeirra. Svo er ég bara búin að vera fylgjast með,“ sagði Aldís. Hún var ekki með íslenska liðinu á HM en hvernig var að fylgjast með því? „Það er leiðinlegt að vera ekki valin en það var mjög gaman að horfa á stelpurnar og þær stóðu sig bara mjög vel. Það er gaman að vera komin aftur í hópinn,“ sagði Aldís. Hún var að framlengja samning sinn við sænska liðið. „Mér líður bara mjög vel og ég sé fram á það að ég geti þar bætti minn leik enn þá meira. Ég ákvað því að framlengja um eitt ár,“ sagði Aldís.
Landslið karla í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira