„Svona er lífið, sem betur fer“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 11:00 Arnar er með örlítið breyttan hóp í höndunum frá HM í desember. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hlakkar til þess að takast á við Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finna þarf lausnir vegna fjarveru sterkra leikmanna. Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira