Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 10:38 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Nema Ísraelar dragi sig úr keppni. Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. Fram kemur í umfjöllun ísraelska miðilsins Times of Israel að um sé að ræða viðbrögð forsetans við fréttum af því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi það til skoðunar hvort texti í lagi Ísrael sé of pólitískur. „Ég tel að það sé mikilvægt að Ísrael verði með í Eurovision og þátttakan er yfirlýsing því það eru hatarar sem vilja reka okkur af öllum sviðum,“ hefur ísraelski miðillinn eftir ísraelska forsetanum. Í síðustu viku hótaði ísraelska sjónvarpsstöðin KAN því að draga sig úr keppni ef EBU kæmist á þá niðurstöðu að framlag þeirra October Rain væri of pólitískt. Lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn þar sem rúmlega 1200 ísraelskra borgara létust. Lagið er á ensku og verður sungið af rússnesk ættuðu söngkonunni Eden Golan. Tvær línur úr laginu verða á hebresku. Meðal lína sem eru í laginu eru: „Það er ekkert loft eftir,“ og „Þau voru öll góð börn, hvert og eitt þeirra.“ Þá er einnig vísað til blóma í laginu og hefur verið fullyrt að þar sé í raun vísað til fallinna hermanna. Forseti Ísrael er ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hefur tjáð sig um málið en það hefur Miki Zohar menningar- og íþróttamálaráðherra Ísrael einnig gert. Hann hefur sagt möguleikann á því að Ísrael verði dæmt úr leik í keppninni „fáránlegan.“ Hann segir lagið October Rain endurspegla tilfinningar Ísraela þessa dagana. Það sé ekki pólitískt. Áður hefur KAN sagt að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í viðræðum við forsvarsmenn EBU vegna málsins. 11. mars er lokadagur fyrir sjónvarpsstöðvar til þess að leggja fram sitt framlag til Eurovision. KAN hefur ítrekað sagt að það standi ekki til að skipta um lag. Yrði það ekki samþykkt af EBU myndi KAN ekki eiga neinn annan kost en að draga sig úr keppni. Ísrael hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun ísraelska miðilsins Times of Israel að um sé að ræða viðbrögð forsetans við fréttum af því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi það til skoðunar hvort texti í lagi Ísrael sé of pólitískur. „Ég tel að það sé mikilvægt að Ísrael verði með í Eurovision og þátttakan er yfirlýsing því það eru hatarar sem vilja reka okkur af öllum sviðum,“ hefur ísraelski miðillinn eftir ísraelska forsetanum. Í síðustu viku hótaði ísraelska sjónvarpsstöðin KAN því að draga sig úr keppni ef EBU kæmist á þá niðurstöðu að framlag þeirra October Rain væri of pólitískt. Lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn þar sem rúmlega 1200 ísraelskra borgara létust. Lagið er á ensku og verður sungið af rússnesk ættuðu söngkonunni Eden Golan. Tvær línur úr laginu verða á hebresku. Meðal lína sem eru í laginu eru: „Það er ekkert loft eftir,“ og „Þau voru öll góð börn, hvert og eitt þeirra.“ Þá er einnig vísað til blóma í laginu og hefur verið fullyrt að þar sé í raun vísað til fallinna hermanna. Forseti Ísrael er ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hefur tjáð sig um málið en það hefur Miki Zohar menningar- og íþróttamálaráðherra Ísrael einnig gert. Hann hefur sagt möguleikann á því að Ísrael verði dæmt úr leik í keppninni „fáránlegan.“ Hann segir lagið October Rain endurspegla tilfinningar Ísraela þessa dagana. Það sé ekki pólitískt. Áður hefur KAN sagt að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í viðræðum við forsvarsmenn EBU vegna málsins. 11. mars er lokadagur fyrir sjónvarpsstöðvar til þess að leggja fram sitt framlag til Eurovision. KAN hefur ítrekað sagt að það standi ekki til að skipta um lag. Yrði það ekki samþykkt af EBU myndi KAN ekki eiga neinn annan kost en að draga sig úr keppni. Ísrael hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Sjá meira