Fagnar sigri gegn kerfinu eftir fimm ára baráttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 21:12 Sunna Valdís og Sigurður, sem hjóla mikið saman. Nýja hjólið sem loks fékkst samþykkt af Sjúkratryggingum er feðginunum mikið fagnaðarefni. Vísir/Steingrímur Dúi Fimm ára baráttu ungrar konu með sjaldgæfan taugasjúkdóm við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður. Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira