Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 08:46 Unnur Sara elti drauminn og býr nú í Frakklandi. Hún segist vera Miðjarðarhafssál. „Mig hafði alltaf dreymt um að flytja til Frakklands, alveg frá því ég var unglingur,“ segir Unnur Sara Eldjárn sem seldi íbúðina sína í Reykjavík og yfirgaf öryggið á Íslandi til að elta drauminn um að búa í Frakklandi fyrir fáeinum árum. Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30
Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01
Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“