Birti nöfn banamanna og hlaut þyngri dóm en þeir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2024 18:24 Mörgum Belgum þótti dómur banamannanna of vægur. Getty/Charles M Vella Flæmskur maður á þrítugsaldri hlaut í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að birta nöfn og myndir nemenda sem báru ábyrgð á dauða annars nemenda í grófri busun. Árið 2018 lést hinn tvítugi Sanda Dia vegna líffærabilunar eftir að hann hafði verið látinn drekka mikið magn lýsis og áfengis og látinn standa úti í frosti ásamt öðrum liðum grófrar busavígslunnar í hið flæmska Reuzegombræðralag í Háskólanum í Leuven í Belgíu. Samkvæmt réttarmeinafræðingi var megin dánarorsök mikið saltmagn lýsisins sem Sanda var látinn drekka. Hann var af senegölskum ættum og þótti mörgum Belgum málið tengjast kynþætti hans. Sluppu með samfélagsþjónustu og lága sekt Hinn 24 ára Nathan Vandergunst sem gengur undir nafninu Acid í netheimum birti myndband á YouTube þar sem hann nafngreindi þá sem báru ábyrgð á andláti Sandas en þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu og aldrei nafnbirtir. Í myndbandi birti hann einnig myndir af þeim. Honum verður einnig gert að greiða foreldrum einna þeirra nafngreindu tæpar þrjár milljónir króna vegna skaða sem veitingarekstur þeirra hefur orðið fyrir sökum nafnbirtinganna. Nathan var dæmdur fyrir áreitni, brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðingu. Nathan segist hafa tekið málin í eigin hendur þegar nöfn banamannanna voru ekki birt opinberlega og gerði þá téð myndband. Hins vegar birtist þar nafn nemenda sem tók ekki þátt í busavígsluninni og varð í kjölfarið fyrir miklu áreiti. Veitingastaður foreldra þessa nemenda hafi fengið holskeflu af lélegum dómum og gabbbókunum og þau kröfðust því skaðabóta. Nemandinn sjálfur krafðist ekki nema einnar táknrænnar evru. Sjái ekki eftir neinu Hollenski miðillinn RTL greinir frá því að úrskurðurinn hafi komið Nathan í uppnám en að hann væri stoltur af verknaðinum. „Það er áfall að heyra dómarann segja: „Þriggja mánaða fangelsi,“ jafnvel þó að það sé skilorðsbundið. Þetta verður á sakaskránni minni en það sama er ekki að segja um Reuzegommerana,“ segir Nathan. Reuzegommer er meðlimur bræðralagsins sem vígt var í þegar harmleikurinn átti sér stað. Hann segist samt sem áður munu halda ótrauður áfram og að hann sjái ekki eftir birtingunni. Hann ætli sér ekki að áfrýja dómnum og hyggi á að halda áfram að gera myndbönd. Belgía Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Árið 2018 lést hinn tvítugi Sanda Dia vegna líffærabilunar eftir að hann hafði verið látinn drekka mikið magn lýsis og áfengis og látinn standa úti í frosti ásamt öðrum liðum grófrar busavígslunnar í hið flæmska Reuzegombræðralag í Háskólanum í Leuven í Belgíu. Samkvæmt réttarmeinafræðingi var megin dánarorsök mikið saltmagn lýsisins sem Sanda var látinn drekka. Hann var af senegölskum ættum og þótti mörgum Belgum málið tengjast kynþætti hans. Sluppu með samfélagsþjónustu og lága sekt Hinn 24 ára Nathan Vandergunst sem gengur undir nafninu Acid í netheimum birti myndband á YouTube þar sem hann nafngreindi þá sem báru ábyrgð á andláti Sandas en þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu og aldrei nafnbirtir. Í myndbandi birti hann einnig myndir af þeim. Honum verður einnig gert að greiða foreldrum einna þeirra nafngreindu tæpar þrjár milljónir króna vegna skaða sem veitingarekstur þeirra hefur orðið fyrir sökum nafnbirtinganna. Nathan var dæmdur fyrir áreitni, brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðingu. Nathan segist hafa tekið málin í eigin hendur þegar nöfn banamannanna voru ekki birt opinberlega og gerði þá téð myndband. Hins vegar birtist þar nafn nemenda sem tók ekki þátt í busavígsluninni og varð í kjölfarið fyrir miklu áreiti. Veitingastaður foreldra þessa nemenda hafi fengið holskeflu af lélegum dómum og gabbbókunum og þau kröfðust því skaðabóta. Nemandinn sjálfur krafðist ekki nema einnar táknrænnar evru. Sjái ekki eftir neinu Hollenski miðillinn RTL greinir frá því að úrskurðurinn hafi komið Nathan í uppnám en að hann væri stoltur af verknaðinum. „Það er áfall að heyra dómarann segja: „Þriggja mánaða fangelsi,“ jafnvel þó að það sé skilorðsbundið. Þetta verður á sakaskránni minni en það sama er ekki að segja um Reuzegommerana,“ segir Nathan. Reuzegommer er meðlimur bræðralagsins sem vígt var í þegar harmleikurinn átti sér stað. Hann segist samt sem áður munu halda ótrauður áfram og að hann sjái ekki eftir birtingunni. Hann ætli sér ekki að áfrýja dómnum og hyggi á að halda áfram að gera myndbönd.
Belgía Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira