„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Jón Axel Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Jón Axel Guðmundsson er einn leikmanna íslenska liðsins sem þurfti að stíga fram og taka á sig meiri ábyrgð í fjarveru Martins Hermannssonar undanfarin ár og hann hefur á þessum tíma orðið að algjörum lykilmanni í íslenska liðinu. Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira