„Völlurinn og liðið breyttu leiknum í sameiningu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 22:31 Klopp fagnaði vel með stuðningsmönnum Liverpool í leikslok. Vísir/Getty Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður eftir sigur Liverpool á Luton Town í kvöld en toppliðið var 1-0 undir í hálfleik. Hann sagði liðið ekki vera sigurstranglegra fyrir úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea á sunnudag. Liverpool var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld en líkt og svo oft áður undir stjórn Klopp náði liðið að snúa við blaðinu og tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Virgil Van Dijk og Cody Gakpo skoruðu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleiknum þar sem þeir leikurinn snerist áður en Luis Diaz og Harvey Elliott bættu mörkum við. „Ég var ánægður með margt í fyrri hálfleik. En ég sá að strákarnir og áhorfendur voru ekki eins ánægðir. Við byrjuðum ágætlega og þú þarft að venjast andstæðingnum. Síðan skora þeir en það var allt í góðu þar til á síðasta þriðjungnum og þar vorum við að flýta okkur of mikið.“ 56' Liverpool 1-1 Luton58' Liverpool 2-1 Luton71' Liverpool 3-1 LutonThree goals in 15 minutes for the league leaders pic.twitter.com/i00prJBD1O— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 „Ég sagði strákunum að þetta væri toppleikur og að við yrðum að vera yfirvegaðri á lykilaugnablikum. Síðan komu flugeldar og frábær mörk. Frábært kvöld og þetta var mjög gott.“ Luis Diaz fór illa með færi í byrjun leiks en tókst að skora þriðja markið sem gekk endanlega frá leiknum. „Hann skoraði og Cody Gakpo, hvílíkur leikur og hjá Ryan Gravenberch líka. Þeir voru allir frábærir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast gegn átta eða níu mönnum til að ná boltanum í föstum leikatriðum.“ Luis Diaz's father celebrating his goal pic.twitter.com/Lqva9f8M4G— TheKop.com (@TheKop_com) February 21, 2024 Undir lokin komu ungu leikmennirnir James McConnell og Jayden Danns inn á völlinn og áttu þátt í fjórða marki liðsins. „Krakkarnir komu inn og gerðu frábærlega. Það er gaman hvernig sagan og menningin kennir næstu kynslóð. Völlurinn og liðið breytti leiknum í sameiningu. Strákarnir eru tilbúnir og ég myndi ekki gera þetta ef þeir væru það ekki. Ég myndi ekki setja Bobby inn ef hann væri ekki klár. Það leit pínu út fyrir að leikmenn Luton væru búnir og ég treysti þeim einfaldlega vel.“ Seven #LFC players 21 years old or younger featured in the win vs Luton Town tonight. - Conor Bradley - Jarell Quansah - Harvey Elliott - Ryan Gravenberch- Bobby Clark - James McConnell - Jayden Danns The future is bright. pic.twitter.com/rwIb1b8im7— Bence Bocsák (@BenBocsak) February 21, 2024 Margir lykilmenn voru frá vegna meiðsla hjá Liverpool og óljóst hvort einhverjir þeirra verði komnir til baka þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. „Við vitum ekkert. Við þurfum að sjá en ég hef sagt að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá reynum við. Verðum við sigurstranglegri? Nei, klárlega ekki. Síðan við spiluðum við Chelsea síðast hafa þeir bætt sig mikið og þetta verður erfitt.“ Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Liverpool var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld en líkt og svo oft áður undir stjórn Klopp náði liðið að snúa við blaðinu og tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Virgil Van Dijk og Cody Gakpo skoruðu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleiknum þar sem þeir leikurinn snerist áður en Luis Diaz og Harvey Elliott bættu mörkum við. „Ég var ánægður með margt í fyrri hálfleik. En ég sá að strákarnir og áhorfendur voru ekki eins ánægðir. Við byrjuðum ágætlega og þú þarft að venjast andstæðingnum. Síðan skora þeir en það var allt í góðu þar til á síðasta þriðjungnum og þar vorum við að flýta okkur of mikið.“ 56' Liverpool 1-1 Luton58' Liverpool 2-1 Luton71' Liverpool 3-1 LutonThree goals in 15 minutes for the league leaders pic.twitter.com/i00prJBD1O— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 „Ég sagði strákunum að þetta væri toppleikur og að við yrðum að vera yfirvegaðri á lykilaugnablikum. Síðan komu flugeldar og frábær mörk. Frábært kvöld og þetta var mjög gott.“ Luis Diaz fór illa með færi í byrjun leiks en tókst að skora þriðja markið sem gekk endanlega frá leiknum. „Hann skoraði og Cody Gakpo, hvílíkur leikur og hjá Ryan Gravenberch líka. Þeir voru allir frábærir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast gegn átta eða níu mönnum til að ná boltanum í föstum leikatriðum.“ Luis Diaz's father celebrating his goal pic.twitter.com/Lqva9f8M4G— TheKop.com (@TheKop_com) February 21, 2024 Undir lokin komu ungu leikmennirnir James McConnell og Jayden Danns inn á völlinn og áttu þátt í fjórða marki liðsins. „Krakkarnir komu inn og gerðu frábærlega. Það er gaman hvernig sagan og menningin kennir næstu kynslóð. Völlurinn og liðið breytti leiknum í sameiningu. Strákarnir eru tilbúnir og ég myndi ekki gera þetta ef þeir væru það ekki. Ég myndi ekki setja Bobby inn ef hann væri ekki klár. Það leit pínu út fyrir að leikmenn Luton væru búnir og ég treysti þeim einfaldlega vel.“ Seven #LFC players 21 years old or younger featured in the win vs Luton Town tonight. - Conor Bradley - Jarell Quansah - Harvey Elliott - Ryan Gravenberch- Bobby Clark - James McConnell - Jayden Danns The future is bright. pic.twitter.com/rwIb1b8im7— Bence Bocsák (@BenBocsak) February 21, 2024 Margir lykilmenn voru frá vegna meiðsla hjá Liverpool og óljóst hvort einhverjir þeirra verði komnir til baka þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. „Við vitum ekkert. Við þurfum að sjá en ég hef sagt að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá reynum við. Verðum við sigurstranglegri? Nei, klárlega ekki. Síðan við spiluðum við Chelsea síðast hafa þeir bætt sig mikið og þetta verður erfitt.“
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira