Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 07:00 Nadine segist hafa lært heilmikið af því að starfa í fjölmiðlum. Meðal annars að vaða í hlutina og að vera óhrædd við að taka upp símann. Visir/Vilhelm Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. Nadine er þessa stundina heimavinnandi húsmóðir í fæðingarorlofi með soninn Má átta mánaða. Nadine er sem stendur í fæðingarorlofi með soninn Má sem fæddist í júní í fyrra.Nadine Yaghi „Ég kemst vonandi að vinna aftur bráðum en það veltur á leikskólaplássi fyrir soninn,“ segir Nadine sem hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Hún og tilvonandi eiginmaður hennar, Snorri Másson fjölmiðlamaður, eru að flytja inn í draumaíbúðina í Vesturbæ Reykjavíkur á næstu vikum. „Við keyptum okkur hæð á Tómasarhaga þar sem okkur Snorra hefur bæði lengi dreymt um að búa enda miklir Vesturbæingar.“ Nadine sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Nadine Guðrún Yaghi. Aldur? 34 ára. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý með Snorra Mássyni blaðamanni og verðandi eiginmanni mínum og strákunum okkar tveimur, Theodóri fimm ára og Má litla átta mánaða. Hvað er á döfinni? Ég er alltaf að vinna í hlaðvarpinu mínu Eftirmálum. Það eru spennandi hlutir framundan hjá Eftirmálum. En að mikilvægari málum þá erum við fjölskyldan að flytja í draumaíbúðina á næstu vikum. Svo er það brúðkaupsundirbúningur sem nú er í fullum gangi en við erum að fara gifta okkur á Siglufirði í júní. Þess á milli stend ég alltaf í ströngu við að koma í veg fyrir að verðandi eiginmaður minn ritstjórinn skandalíseri og gangi ekki fram af lesendum með málflutningi sínum. Það gengur upp og ofan. Eins og þú heyrir þá er að nógu að huga þessa dagana. Þín mesta gæfa í lífinu? Að eiga heilbrigð börn og að hafa kynnst Snorra. Nadine og Snorri ásamt sonum sínum Theodóri og Má.Nadine Yaghi Hugarðu að heilsunni og hvernig þá? Já, ég myndi segja að ég hugi frekar mikið að heilsunni undanfarið. Ég hreyfi mig nánast alla daga vikunnar og reyni að borða hollt. Mér finnst ekkert mál að hreyfa mig og í raun bara mjög gaman. Það er hins vegar aðeins erfiðara og ekki eins skemmtilegt að sleppa sætindum. Ég reyni líka að fara oft í viku í sund og er algjörlega háð því að komast í saunu enda allra meina bót. Fallegasti staður á landinu? Siglufjörður. En í heiminum? Mér finnst Króatía svakalega fallegt land. Uppáhaldsstaðurinn minn er strandborgin Split og ég er að deyja úr hamingju með að Play ætli að fljúga þangað í sumar. Ég get ekki mælt nógu mikið með Split þar sem þú getur sólað þig á hvítum ströndum og baðað þig í kristaltæru Adríahafinu. Svo er eyjan Hvar sem er rétt undan ströndum Split svakalega falleg. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer í ræktina og eða saunu. Hvað hefur mótað þig mest? Svona í seinni tíð hugsa ég að það séu árin á fréttastofunni. Ég starfaði í fjölmiðlum í sjö ár og lærði heilan helling á því. Það er eitthvað við þessa vinnu sem mótar mann og breytir því hvernig maður hugsar. Nadine við störf sem fréttamaður á Stöð 2.Visir/Vilhelm Maður lærir að vaða í hlutina og að vera óhræddur við að taka upp símann. Maður lærir líka að það er best að gera hlutina strax. Það hefur sannarlega komið sér vel fyrir mig. En í grunninn er það mamma og hennar uppeldi sem hefur mótað mig mest. Ég er farin að sjá það núna að maður verður alltaf að mömmu sinni á endanum. Að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert. Við finnum nánast aldrei tíma fyrir sjónvarpið og endumst að jafnaði í svona tólf mínútur fyrir framan skerminn þegar við gerum tilraun til að horfa. Það er svo margt annað að gera og ræða. Snorri og Nadine störfuðu bæði á Stöð 2 sem fréttamenn.Nadine Yaghi Uppskrift að drauma sunnudegi? Vakna snemma og borða morgunmat með fjölskyldunni. Fá svo pössun og fara í ræktina og sund. Boð í lambahrygg um kvöldið væri gott. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það á alls ekki erindi við fjölmiðla! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Því miður. Það eina sem kemur upp í hugann er að ég get skrifað mjög vel ef ég vanda mig. Svo er mér sagt allavegana. Einnig reyndar að ég hafi sérstakt lag á að plata fólk í viðtöl. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og kannski hrafl í arabísku úr barnæsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ekki vera fórnarlamb og að taka ábyrgð á öllu sem gerist í lífi mínu. Nadine heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins þar sem hún og vinkona hennar Þórhildur Þorkelsdóttir kryfja gömul fréttamál.Vísir/Vilhelm Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Segi manninum mínum að hunskast út úr herberginu með átta mánaða son okkar svo ég geti vaknað í rólegheitum. Ég þarf alltaf nokkrar mínútur til að komast í ágætt skap á morgnana. Ég held að skapið mitt á morgnana sé minn helsti galli. Þetta líður samt fljótlega hjá eftir að ég fæ mér kaffi. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Læsi útidyrahurðinni og segi manninum mínum að hætta að lesa og fara að sofa. Fyrsti kossinn? Mig minnir að það hafi verið í Frostaskjóli á balli í sjöunda bekk. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Mjög til fer strax í að redda pössun! Hælar eða strigaskór? Strigaskór. Snorri og Nadine á 25 ára afmæli Vísis. Bæði hafa þau starfað á fréttastofuVísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. vísir Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég grét minnir mig síðast yfir þættinum um þríbura á Rúv. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið. Mér finnst mjög gaman að elda og að borða. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? All night long með Lionel Richie. Ertu A eða B týpa? Alltaf A. Hata að sofa út og á mjög erfitt með að hangsa eitthvað. Ég þarf alltaf að afkasta einhverju á hverjum degi, annars líður mér ekki vel. Ertu með einhvern bucket lista? Mig langar til Tokyo og mig langar að keyra um Bandaríkin. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Ástin og lífið Play Brúðkaup Fjallabyggð Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Nadine er þessa stundina heimavinnandi húsmóðir í fæðingarorlofi með soninn Má átta mánaða. Nadine er sem stendur í fæðingarorlofi með soninn Má sem fæddist í júní í fyrra.Nadine Yaghi „Ég kemst vonandi að vinna aftur bráðum en það veltur á leikskólaplássi fyrir soninn,“ segir Nadine sem hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Hún og tilvonandi eiginmaður hennar, Snorri Másson fjölmiðlamaður, eru að flytja inn í draumaíbúðina í Vesturbæ Reykjavíkur á næstu vikum. „Við keyptum okkur hæð á Tómasarhaga þar sem okkur Snorra hefur bæði lengi dreymt um að búa enda miklir Vesturbæingar.“ Nadine sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Nadine Guðrún Yaghi. Aldur? 34 ára. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý með Snorra Mássyni blaðamanni og verðandi eiginmanni mínum og strákunum okkar tveimur, Theodóri fimm ára og Má litla átta mánaða. Hvað er á döfinni? Ég er alltaf að vinna í hlaðvarpinu mínu Eftirmálum. Það eru spennandi hlutir framundan hjá Eftirmálum. En að mikilvægari málum þá erum við fjölskyldan að flytja í draumaíbúðina á næstu vikum. Svo er það brúðkaupsundirbúningur sem nú er í fullum gangi en við erum að fara gifta okkur á Siglufirði í júní. Þess á milli stend ég alltaf í ströngu við að koma í veg fyrir að verðandi eiginmaður minn ritstjórinn skandalíseri og gangi ekki fram af lesendum með málflutningi sínum. Það gengur upp og ofan. Eins og þú heyrir þá er að nógu að huga þessa dagana. Þín mesta gæfa í lífinu? Að eiga heilbrigð börn og að hafa kynnst Snorra. Nadine og Snorri ásamt sonum sínum Theodóri og Má.Nadine Yaghi Hugarðu að heilsunni og hvernig þá? Já, ég myndi segja að ég hugi frekar mikið að heilsunni undanfarið. Ég hreyfi mig nánast alla daga vikunnar og reyni að borða hollt. Mér finnst ekkert mál að hreyfa mig og í raun bara mjög gaman. Það er hins vegar aðeins erfiðara og ekki eins skemmtilegt að sleppa sætindum. Ég reyni líka að fara oft í viku í sund og er algjörlega háð því að komast í saunu enda allra meina bót. Fallegasti staður á landinu? Siglufjörður. En í heiminum? Mér finnst Króatía svakalega fallegt land. Uppáhaldsstaðurinn minn er strandborgin Split og ég er að deyja úr hamingju með að Play ætli að fljúga þangað í sumar. Ég get ekki mælt nógu mikið með Split þar sem þú getur sólað þig á hvítum ströndum og baðað þig í kristaltæru Adríahafinu. Svo er eyjan Hvar sem er rétt undan ströndum Split svakalega falleg. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer í ræktina og eða saunu. Hvað hefur mótað þig mest? Svona í seinni tíð hugsa ég að það séu árin á fréttastofunni. Ég starfaði í fjölmiðlum í sjö ár og lærði heilan helling á því. Það er eitthvað við þessa vinnu sem mótar mann og breytir því hvernig maður hugsar. Nadine við störf sem fréttamaður á Stöð 2.Visir/Vilhelm Maður lærir að vaða í hlutina og að vera óhræddur við að taka upp símann. Maður lærir líka að það er best að gera hlutina strax. Það hefur sannarlega komið sér vel fyrir mig. En í grunninn er það mamma og hennar uppeldi sem hefur mótað mig mest. Ég er farin að sjá það núna að maður verður alltaf að mömmu sinni á endanum. Að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert. Við finnum nánast aldrei tíma fyrir sjónvarpið og endumst að jafnaði í svona tólf mínútur fyrir framan skerminn þegar við gerum tilraun til að horfa. Það er svo margt annað að gera og ræða. Snorri og Nadine störfuðu bæði á Stöð 2 sem fréttamenn.Nadine Yaghi Uppskrift að drauma sunnudegi? Vakna snemma og borða morgunmat með fjölskyldunni. Fá svo pössun og fara í ræktina og sund. Boð í lambahrygg um kvöldið væri gott. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það á alls ekki erindi við fjölmiðla! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Því miður. Það eina sem kemur upp í hugann er að ég get skrifað mjög vel ef ég vanda mig. Svo er mér sagt allavegana. Einnig reyndar að ég hafi sérstakt lag á að plata fólk í viðtöl. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og kannski hrafl í arabísku úr barnæsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ekki vera fórnarlamb og að taka ábyrgð á öllu sem gerist í lífi mínu. Nadine heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins þar sem hún og vinkona hennar Þórhildur Þorkelsdóttir kryfja gömul fréttamál.Vísir/Vilhelm Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Segi manninum mínum að hunskast út úr herberginu með átta mánaða son okkar svo ég geti vaknað í rólegheitum. Ég þarf alltaf nokkrar mínútur til að komast í ágætt skap á morgnana. Ég held að skapið mitt á morgnana sé minn helsti galli. Þetta líður samt fljótlega hjá eftir að ég fæ mér kaffi. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Læsi útidyrahurðinni og segi manninum mínum að hætta að lesa og fara að sofa. Fyrsti kossinn? Mig minnir að það hafi verið í Frostaskjóli á balli í sjöunda bekk. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Mjög til fer strax í að redda pössun! Hælar eða strigaskór? Strigaskór. Snorri og Nadine á 25 ára afmæli Vísis. Bæði hafa þau starfað á fréttastofuVísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. vísir Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég grét minnir mig síðast yfir þættinum um þríbura á Rúv. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið. Mér finnst mjög gaman að elda og að borða. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? All night long með Lionel Richie. Ertu A eða B týpa? Alltaf A. Hata að sofa út og á mjög erfitt með að hangsa eitthvað. Ég þarf alltaf að afkasta einhverju á hverjum degi, annars líður mér ekki vel. Ertu með einhvern bucket lista? Mig langar til Tokyo og mig langar að keyra um Bandaríkin. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Ástin og lífið Play Brúðkaup Fjallabyggð Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið