Gekk erfiðlega að svara fyrir meint okur og sagði upp störfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 12:35 Banducci var ósáttur við spurningar blaðamannsins og stóð upp á einum tímapunkti áður en hann samþykkti að ljúka viðtalinu. ABC Yfirmaður verslunarkeðjunnar Woolworths í Ástralíu hefur sagt af sér eftir erfitt viðtal þar sem hann var yfirheyrður um verðlagningu og meint okur. Gekk hann út, augljóslega ósáttur við spurningar blaðamanns, en samþykkti svo að klára viðtalið. Woolworths er stærsta verslanakeðja Ástralíu og hefur, ásamt helsta keppinaut sínum Coles, um 65 prósent markaðshlutdeild á matvöruverslanamarkaðnum. Fyrirtækin hafa bæði verið sökuð um okur og hafa stjórnendur Woolworths verið kallaðir fyrir ýmsar þingnefndir vegna málsins. Fyrirtækið sætir einnig rannsókn af hálfu samkeppnisyfirvalda. Á mánudaginn birti Australian Broadcasting Corporation þátt um rannsókn miðilsins á viðskiptaháttum Woolworths og Coles en auk þess að hafa verið sökuð um okur hafa fyrirtækin einnig verið ásökuð um óheiðarleika gagnvart bændum og birgjum. Blaðamaðurinn Angus Grigg ræddi við innanbúðamenn, sérfræðinga og yfirmenn beggja verslanarisanna en sagði viðbrögð Brad Banducci, æðsta yfirmanns Woolworths, hafa verið furðuleg. Ónægja hans með spurningar um samkeppnismál sýndi að fyrirtækin væru ekki vön því að þurfa að svara spurningum. Hinn 59 ára Banducci hefur starfað hjá Woolworths í þrettán ár, þar af átta við stjórnvölin. Í tilkynningu til áströlsku kauphallarinnar sagði að hann myndi láta af störfum í september. Þá var haft eftir stjórnarformanninum Scott Perkins að sagan myndi sýna að Banducci hefði verði einn af bestu leiðtogum fyrirtækisins. This is what happened when Four Corners asked Woolworths CEO Brad Banducci about the lack of competition in the Australian grocery market. Watch the #4Corners documentary tonight: https://t.co/dDRYGLaw2i pic.twitter.com/bsrJD9IETB— ABC News (@abcnews) February 19, 2024 Ástralía Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Woolworths er stærsta verslanakeðja Ástralíu og hefur, ásamt helsta keppinaut sínum Coles, um 65 prósent markaðshlutdeild á matvöruverslanamarkaðnum. Fyrirtækin hafa bæði verið sökuð um okur og hafa stjórnendur Woolworths verið kallaðir fyrir ýmsar þingnefndir vegna málsins. Fyrirtækið sætir einnig rannsókn af hálfu samkeppnisyfirvalda. Á mánudaginn birti Australian Broadcasting Corporation þátt um rannsókn miðilsins á viðskiptaháttum Woolworths og Coles en auk þess að hafa verið sökuð um okur hafa fyrirtækin einnig verið ásökuð um óheiðarleika gagnvart bændum og birgjum. Blaðamaðurinn Angus Grigg ræddi við innanbúðamenn, sérfræðinga og yfirmenn beggja verslanarisanna en sagði viðbrögð Brad Banducci, æðsta yfirmanns Woolworths, hafa verið furðuleg. Ónægja hans með spurningar um samkeppnismál sýndi að fyrirtækin væru ekki vön því að þurfa að svara spurningum. Hinn 59 ára Banducci hefur starfað hjá Woolworths í þrettán ár, þar af átta við stjórnvölin. Í tilkynningu til áströlsku kauphallarinnar sagði að hann myndi láta af störfum í september. Þá var haft eftir stjórnarformanninum Scott Perkins að sagan myndi sýna að Banducci hefði verði einn af bestu leiðtogum fyrirtækisins. This is what happened when Four Corners asked Woolworths CEO Brad Banducci about the lack of competition in the Australian grocery market. Watch the #4Corners documentary tonight: https://t.co/dDRYGLaw2i pic.twitter.com/bsrJD9IETB— ABC News (@abcnews) February 19, 2024
Ástralía Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira