Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2024 07:01 Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við Bayern München út tímabilið ef Thomas Tuchel verður látinn taka poka sinn. Charlie Crowhurst/Getty Images Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn. Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel. Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið. 🚨🆕 News #Solskjær: FC Bayern is monitoring the 50 y/o - as a potential interim solution! ⚠️ But the original plan remains: FC Bayern would like to continue with Thomas Tuchel at least until the end of the season! Bayern and Solskjær: Nothing concrete at this stage! The… pic.twitter.com/CTk3TAcXdx— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn. Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel. Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið. 🚨🆕 News #Solskjær: FC Bayern is monitoring the 50 y/o - as a potential interim solution! ⚠️ But the original plan remains: FC Bayern would like to continue with Thomas Tuchel at least until the end of the season! Bayern and Solskjær: Nothing concrete at this stage! The… pic.twitter.com/CTk3TAcXdx— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira