Kalvin Philips sá rautt og Watkins tryggði Villa þrjú stig Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 17:15 Ollie Watkins fagnar hér öðru marka sinna í dag en líklegt er að enska knattspyrnusambandið verði ekki alltof sátt með notkun hans á reykbombu í fagninu. Vísir/Getty Aston Villa vann góðan útisigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar. Kalvin Philips virðist ekki ætla að ná sér á flug með West Ham því hann sá rautt spjald í tapi liðsins. Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira