Menntaverðlaun Suðurlands fóru í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2024 12:31 Nemendur Víkurskóla að vinna að strandlínurannsóknum í Víkurfjöru með sín tól og tæki. Aðsend Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru. Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend
Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira