Mourinho útskýrði af hverju hann hafnaði enska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 23:31 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalska knattspyrnustjóranum José Mourinho bauðst á sínum tíma að taka við enska landsliðinu en ákvað að afþakka það. Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira