Bönnum fjáraflanir foreldra fyrir börnin sín á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 06:00 Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook. Þar velti ég því upp hvort ekki væri komið nóg af fjáröflunum foreldra fyrir börnin sín á Facebook. Hvort það ætti ekki hreinlega að banna þær? Grín en samt smá alvara. Við foreldrar að styrkja börn hverra annarra á meðan þau hanga í símanum. Einn engill í Árbænum upptekinn við að hjálpa gamalli konu yfir götuna. Nei, þetta er galið. Vinsælu foreldranir moka inn pöntunum Hvaða börn ætli safni mest? Jú, þau sem eiga vinsælustu foreldrana með flesta vinina á Facebook. Fólk sem hefur öflugt tengslanet og stendur heilt yfir vel í þjóðfélaginu. Þarf ekki endilega á nokkrum þúsundköllum að halda í styrk með klósettpappírssölu enda fer peningurinn hjá þeim bara í að styrkja börn foreldra vina sinna á móti. Ég er svo sannarlega sekur um þátttöku í gegnum árin. Heilmikla. Ég hef auglýst fjáraflanir barnanna svo þessi skrif koma úr hörðustu átt. Til að tryggja lágmarksþátttöku barnanna minna í þeirra eigin fjáröflun, það má ekki gleyma því hver er að safna, píndi ég þau öll til að hringja í það góða fólk sem lagði fram pöntun til að „staðfesta“ viðskiptin. „Ég vildi bara athuga hvort þú ætlaðir ekki örugglega að fá einn lakkríspoka og einn pakka af klósettrúllum? Takk fyrir stuðninginn!“ Þegar þau voru á yngstu árum grunnskóla gerðu þau það þegjandi og hljóðalaust. En svo fóru þau að átta sig á því, til hvers? Þetta fólk er búið að panta! En þau neyddust samt til að hringja sem er svo sem virðingarvert og vonandi lærðu þau eitthvað af því. Barnlaust kvöld nýtt í útkeyrslu En oftar en ekki virðist foreldrið sjá um þetta frá A til Ö, án þess að lyfta fingri. Facebook-status með upplýsingum um reikningsnúmer og svo koma skilaboð á Messenger eftir daga eða vikur um afhendingu. Svo kemur að því að keyra út og þá ætla ég rétt að vona að börnin fylgi með. En svo getur útkeyrslan lent á degi þar sem barnið er í útlöndum með móður sinni. Gaman að geta boðið kærustunni sinni í bíltúr um allt höfuðborgarsvæðið með hinn og þennan varning til styrktar næstu utanlandsferð hjá barninu. Barnlaust kvöld kærustuparsins fer í að rifja upp kynnin við starf útkeyrslu hjá Póstinum, sem undirritaður sinnti með skóla á menntaskólaárunum. Mér hefur sjaldan liðið jafnkjánalega og í örheimsókn hjá vinum og kunningjum, barnlaus, við útkeyrslu á klósettpappír. Tveir fullorðnir á fimm tíma útkeyrsluvakt, tuttugu þúsund krónur inn og svo bensínkostnaður á móti. Vesturbæingurinn í Reykjavík krossleggur fingur að fá ekki pöntun frá vinum sínum í Mosfellsbæ eða Völlunum. Verst fyrir þá sem standa verst Vafalítið voru einhverjir foreldrar sárir sem stóðu í sölu á þeim tíma sem ég velti þessu upp á Facebook fyrir nokkrum vikum, eða eru að selja í þessum töluðu orðum. Sérstaklega þau sem sjá um að skipuleggja fjáröflunina, sem tekur að sjálfsögðu tíma. Þetta fólk er hetjur í sjálfboðaliðastörfum fyrir fjöldann. Eiga pláss í himnaríki víst ásamt formönnum húsfélaga. Sem betur fer eru til aðrar safnanir sem fólk stendur fyrir og finnur upp á. Safnanir sem eru óháðar vinsældum og tengslaneti foreldra. Safnanir þar sem krakkarnir sjálfir eru fyrirliðar í söfnuninni og þurfa að hafa fyrir hlutunum þótt foreldri sé ekki langt undan eins og í öðrum verkefnum barna í lífinu. Það er nefnilega þannig að fólk sem hefur minnst á milli handanna á ekki endilega marga vini á Facebook. Það er eins með erlenda ríkisborgara sem flytjast til landsins, sinna þjónustustörfum sem sífellt færri Íslendingar sinna. Facebook-safnanir skila þessu fólki, sem þarf mest á stuðningnum að halda, að líkindum litlu sem engu. Í hverju felst mesti gróðinn? Næst þegar fólk í fínum vinnum, sem býr í fínum húsum og keyrir um á Teslum auglýsir klósettpappír til sölu fyrir barnið sitt ætla ég að segja pass. Þau sleppa líka við að styrkja mig með kaupum á klósettpappír. Höfum í huga að vörurnar eru ekkert endilega á góðu verði, eða sérstakar gæðavörur. Og þriðji aðili sem gefur sig út fyrir að vera fyrirtæki sem hjálpar barninu að safna fyrir ferðinni græðir auðvitað á þessu líka. Barnið græðir í mörgum tilfellum voðalega lítið. Líklegast fann ég fyrir þörfinni að tjá mig um þetta af því ég sá svona færslu í þúsundasta skiptið. Ég er orðinn þreyttur á þeim. Foreldrar á mínum aldri sem eru undirstaðan meðal vina minna á Facebook eiga krakka sem fara í ferðir innanlands eða utan í hinum ýmsu íþróttum, öðrum tómstundum eða með skólanum. Mér líður stundum eins og verið sé að drekkja Facebook-inu mínu í slíkum póstum. Gróðinn er lítill sem enginn að teknu tilliti til tíma, ökuferða og leiðinda, já leiðinda. Nema hjá þriðja aðilanum, hann græðir helling. Svo held ég að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Ég hef í það minnsta ekki orðið var við svona færslur frá vinum mínum erlendis. Stærsti ávinningur margra barna af fjáröflunum er nefnilega ekki peningurinn. Það er uppeldislega atriðið. Það er frumkvæðið að gera eitthvað, ganga í hús, aðstoða við vörutalningu, telja dósir, sameinast um markmið, eflast félagslega, taka þátt í hópstarfi, vinna saman að verkefni, styrkja sig sem einstakling. og átta sig á virði peninga um leið. Sá ávinningur fæst ekki með Facebook-fjáröflunum foreldranna. Við viljum ekki að börnin okkar læri að peningar vaxi á Facebook-statusum foreldra? Höfundur er blaðamaður og tveggja barna foreldri sem hefur auglýst fjáröflun barnanna sinna í síðasta sinn á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Facebook Samfélagsmiðlar Íþróttir barna Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook. Þar velti ég því upp hvort ekki væri komið nóg af fjáröflunum foreldra fyrir börnin sín á Facebook. Hvort það ætti ekki hreinlega að banna þær? Grín en samt smá alvara. Við foreldrar að styrkja börn hverra annarra á meðan þau hanga í símanum. Einn engill í Árbænum upptekinn við að hjálpa gamalli konu yfir götuna. Nei, þetta er galið. Vinsælu foreldranir moka inn pöntunum Hvaða börn ætli safni mest? Jú, þau sem eiga vinsælustu foreldrana með flesta vinina á Facebook. Fólk sem hefur öflugt tengslanet og stendur heilt yfir vel í þjóðfélaginu. Þarf ekki endilega á nokkrum þúsundköllum að halda í styrk með klósettpappírssölu enda fer peningurinn hjá þeim bara í að styrkja börn foreldra vina sinna á móti. Ég er svo sannarlega sekur um þátttöku í gegnum árin. Heilmikla. Ég hef auglýst fjáraflanir barnanna svo þessi skrif koma úr hörðustu átt. Til að tryggja lágmarksþátttöku barnanna minna í þeirra eigin fjáröflun, það má ekki gleyma því hver er að safna, píndi ég þau öll til að hringja í það góða fólk sem lagði fram pöntun til að „staðfesta“ viðskiptin. „Ég vildi bara athuga hvort þú ætlaðir ekki örugglega að fá einn lakkríspoka og einn pakka af klósettrúllum? Takk fyrir stuðninginn!“ Þegar þau voru á yngstu árum grunnskóla gerðu þau það þegjandi og hljóðalaust. En svo fóru þau að átta sig á því, til hvers? Þetta fólk er búið að panta! En þau neyddust samt til að hringja sem er svo sem virðingarvert og vonandi lærðu þau eitthvað af því. Barnlaust kvöld nýtt í útkeyrslu En oftar en ekki virðist foreldrið sjá um þetta frá A til Ö, án þess að lyfta fingri. Facebook-status með upplýsingum um reikningsnúmer og svo koma skilaboð á Messenger eftir daga eða vikur um afhendingu. Svo kemur að því að keyra út og þá ætla ég rétt að vona að börnin fylgi með. En svo getur útkeyrslan lent á degi þar sem barnið er í útlöndum með móður sinni. Gaman að geta boðið kærustunni sinni í bíltúr um allt höfuðborgarsvæðið með hinn og þennan varning til styrktar næstu utanlandsferð hjá barninu. Barnlaust kvöld kærustuparsins fer í að rifja upp kynnin við starf útkeyrslu hjá Póstinum, sem undirritaður sinnti með skóla á menntaskólaárunum. Mér hefur sjaldan liðið jafnkjánalega og í örheimsókn hjá vinum og kunningjum, barnlaus, við útkeyrslu á klósettpappír. Tveir fullorðnir á fimm tíma útkeyrsluvakt, tuttugu þúsund krónur inn og svo bensínkostnaður á móti. Vesturbæingurinn í Reykjavík krossleggur fingur að fá ekki pöntun frá vinum sínum í Mosfellsbæ eða Völlunum. Verst fyrir þá sem standa verst Vafalítið voru einhverjir foreldrar sárir sem stóðu í sölu á þeim tíma sem ég velti þessu upp á Facebook fyrir nokkrum vikum, eða eru að selja í þessum töluðu orðum. Sérstaklega þau sem sjá um að skipuleggja fjáröflunina, sem tekur að sjálfsögðu tíma. Þetta fólk er hetjur í sjálfboðaliðastörfum fyrir fjöldann. Eiga pláss í himnaríki víst ásamt formönnum húsfélaga. Sem betur fer eru til aðrar safnanir sem fólk stendur fyrir og finnur upp á. Safnanir sem eru óháðar vinsældum og tengslaneti foreldra. Safnanir þar sem krakkarnir sjálfir eru fyrirliðar í söfnuninni og þurfa að hafa fyrir hlutunum þótt foreldri sé ekki langt undan eins og í öðrum verkefnum barna í lífinu. Það er nefnilega þannig að fólk sem hefur minnst á milli handanna á ekki endilega marga vini á Facebook. Það er eins með erlenda ríkisborgara sem flytjast til landsins, sinna þjónustustörfum sem sífellt færri Íslendingar sinna. Facebook-safnanir skila þessu fólki, sem þarf mest á stuðningnum að halda, að líkindum litlu sem engu. Í hverju felst mesti gróðinn? Næst þegar fólk í fínum vinnum, sem býr í fínum húsum og keyrir um á Teslum auglýsir klósettpappír til sölu fyrir barnið sitt ætla ég að segja pass. Þau sleppa líka við að styrkja mig með kaupum á klósettpappír. Höfum í huga að vörurnar eru ekkert endilega á góðu verði, eða sérstakar gæðavörur. Og þriðji aðili sem gefur sig út fyrir að vera fyrirtæki sem hjálpar barninu að safna fyrir ferðinni græðir auðvitað á þessu líka. Barnið græðir í mörgum tilfellum voðalega lítið. Líklegast fann ég fyrir þörfinni að tjá mig um þetta af því ég sá svona færslu í þúsundasta skiptið. Ég er orðinn þreyttur á þeim. Foreldrar á mínum aldri sem eru undirstaðan meðal vina minna á Facebook eiga krakka sem fara í ferðir innanlands eða utan í hinum ýmsu íþróttum, öðrum tómstundum eða með skólanum. Mér líður stundum eins og verið sé að drekkja Facebook-inu mínu í slíkum póstum. Gróðinn er lítill sem enginn að teknu tilliti til tíma, ökuferða og leiðinda, já leiðinda. Nema hjá þriðja aðilanum, hann græðir helling. Svo held ég að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Ég hef í það minnsta ekki orðið var við svona færslur frá vinum mínum erlendis. Stærsti ávinningur margra barna af fjáröflunum er nefnilega ekki peningurinn. Það er uppeldislega atriðið. Það er frumkvæðið að gera eitthvað, ganga í hús, aðstoða við vörutalningu, telja dósir, sameinast um markmið, eflast félagslega, taka þátt í hópstarfi, vinna saman að verkefni, styrkja sig sem einstakling. og átta sig á virði peninga um leið. Sá ávinningur fæst ekki með Facebook-fjáröflunum foreldranna. Við viljum ekki að börnin okkar læri að peningar vaxi á Facebook-statusum foreldra? Höfundur er blaðamaður og tveggja barna foreldri sem hefur auglýst fjáröflun barnanna sinna í síðasta sinn á Facebook.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun