Giftist sinni heittelskuðu skömmu eftir að hafa staðið á stóra sviðinu Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2024 08:43 Usher stóð fyrir hálfleikssýningunni í leiknum um Ofurskálina á sunnudag þar sem Kansas City Chiefs höfðu betur gegn San Francisco 49ers. AP Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher giftist unnustu sinni, Jennifer Goicoechea, fáeinum klukkutímum eftir að hann hafði staðið á stóra sviðinu í hálfleik Ofurskálarinnar í Las Vegas á sunnudagskvöld. TMZ og AP greina frá þessu og vísa þar í dómsskjöl. Þar segir að hinn 45 ára Usher og hin fertuga Goicoechea hafi gift sig í kapellunni Vegas Wedding í Las Vegas 11. febrúar síðastliðinn – sama dag og hann stóð fyrir hálfleikssýningu í leiknum um Ofurskálina. „Við getum staðfest að Usher og Jennifer Goicoechea tóku sambandið á næsta stig og giftu sig á sunnudagskvöldið í Las Vegas, í faðmi náinna vina og fjölskyldu,“ segir talsmaður tónlistarmannsins í samtali við People. Sjá má hálfleikssýninguna í spilaranum að neðan. Usher, sem er þekktur fyrir smelli á borð við Yeah og U Remind Me, hefur verið í sambandi með Jennifer Goicoechea frá árinu 2019. Þau eiga saman tvö börn – dótturina Sovereign, þriggja ára, og soninn Sire, tveggja ára. TMZ segir þau Usher og Jennifer Goicoechea mætt í eftirpartý Ofurskálarinnar í hvítum fatnaði og hafi þá sést til giftingarhrings á baugfingri Usher. Usher var áður giftur þeim Grace Harry og Tameka Foster, en hann á tvo syni á táningsaldri, þá Usher Cinco og Naviyd Ely, með þeirri síðarnefndu. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Goicoechea (@boogsneffect) Hollywood Ofurskálin Tengdar fréttir Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30 Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
TMZ og AP greina frá þessu og vísa þar í dómsskjöl. Þar segir að hinn 45 ára Usher og hin fertuga Goicoechea hafi gift sig í kapellunni Vegas Wedding í Las Vegas 11. febrúar síðastliðinn – sama dag og hann stóð fyrir hálfleikssýningu í leiknum um Ofurskálina. „Við getum staðfest að Usher og Jennifer Goicoechea tóku sambandið á næsta stig og giftu sig á sunnudagskvöldið í Las Vegas, í faðmi náinna vina og fjölskyldu,“ segir talsmaður tónlistarmannsins í samtali við People. Sjá má hálfleikssýninguna í spilaranum að neðan. Usher, sem er þekktur fyrir smelli á borð við Yeah og U Remind Me, hefur verið í sambandi með Jennifer Goicoechea frá árinu 2019. Þau eiga saman tvö börn – dótturina Sovereign, þriggja ára, og soninn Sire, tveggja ára. TMZ segir þau Usher og Jennifer Goicoechea mætt í eftirpartý Ofurskálarinnar í hvítum fatnaði og hafi þá sést til giftingarhrings á baugfingri Usher. Usher var áður giftur þeim Grace Harry og Tameka Foster, en hann á tvo syni á táningsaldri, þá Usher Cinco og Naviyd Ely, með þeirri síðarnefndu. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Goicoechea (@boogsneffect)
Hollywood Ofurskálin Tengdar fréttir Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30 Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss. 12. febrúar 2024 11:30
Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. 12. febrúar 2024 09:00