Verður mögulega ekki liðsfélagi Arnórs eftir algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 09:00 Arnór Sigurðsson fagnar marki Blackburn með liðsfélögum sínum Sondre Tronstad, Tyrhys Dolan og Sammie Szmodics. Getty/Clive Brunskill Bandaríski landsliðsmaðurinn Duncan McGuire var á leiðinni til enska B-deildarfélagsins Blackburn Rovers áður en glugginn lokaði en enska félagið hefur nú gefið það út að mistök komu í veg fyrir að félagsskiptin gengu í gegn. McGuire átti að koma til Blackburn á láni frá MLS liðinu Orlando City. Fyrir aðeins fimm dögum tilkynnti Orlando City að leikmaðurinn væri á leiðinni í sex mánaða lán til enska félagsins. Það stóð að því virtist ekkert í vegi fyrir að hann yrði liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar. Enska deildin samþykkti hins vegar ekki skiptin þar sem hún var ekki búinn að fá allar nauðsynlegar upplýsingar áður en glugginn lokaði klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið. „Það var búið að ganga frá öllum pappírum fyrir klukkan tíu fimmtudaginn 1. febrúar en vegna mistaka þá fóru gögnin ekki rétta leið áður en glugginn lokaðist,“ sagði í yfirlýsingu frá Blackburn. Club Statement - Duncan McGuire https://t.co/bHP1JeWs7N#Rovers pic.twitter.com/c1NdGLooXj— Blackburn Rovers (@Rovers) February 6, 2024 Blackburn er að reyna að koma félagsskiptunum í gegn með því að fá undanþágu hjá yfirstjórn ensku deildarkeppninnar. „Lögmenn félagsins hafa tekið saman nauðsynlega pappíra og sent stjórn ensku deildarkeppninnar sem mun fara yfir málið fimmtudaginn 8. febrúar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. McGuire skoraði fimmtán mörk fyrir Orlando á síðasta tímabili og mun haldi kyrru fyrir í Bretlandi þar til lokaniðurstaða fæst í málið. Fái skiptin ekki undanþágu þá mun hann snúa aftur til Bandaríkjanna og verða aftur leikmaður Orlando City. Blackburn, sem varð enskur meistari 1995, er að reyna að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið hefur ekki verið síðan 2012. Liðið er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar og langt frá því markmiði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er eins og áður sagði leikmaður Blackburn og er með fimm mörk og eina stoðsendingu í 21 leik á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
McGuire átti að koma til Blackburn á láni frá MLS liðinu Orlando City. Fyrir aðeins fimm dögum tilkynnti Orlando City að leikmaðurinn væri á leiðinni í sex mánaða lán til enska félagsins. Það stóð að því virtist ekkert í vegi fyrir að hann yrði liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar. Enska deildin samþykkti hins vegar ekki skiptin þar sem hún var ekki búinn að fá allar nauðsynlegar upplýsingar áður en glugginn lokaði klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið. „Það var búið að ganga frá öllum pappírum fyrir klukkan tíu fimmtudaginn 1. febrúar en vegna mistaka þá fóru gögnin ekki rétta leið áður en glugginn lokaðist,“ sagði í yfirlýsingu frá Blackburn. Club Statement - Duncan McGuire https://t.co/bHP1JeWs7N#Rovers pic.twitter.com/c1NdGLooXj— Blackburn Rovers (@Rovers) February 6, 2024 Blackburn er að reyna að koma félagsskiptunum í gegn með því að fá undanþágu hjá yfirstjórn ensku deildarkeppninnar. „Lögmenn félagsins hafa tekið saman nauðsynlega pappíra og sent stjórn ensku deildarkeppninnar sem mun fara yfir málið fimmtudaginn 8. febrúar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. McGuire skoraði fimmtán mörk fyrir Orlando á síðasta tímabili og mun haldi kyrru fyrir í Bretlandi þar til lokaniðurstaða fæst í málið. Fái skiptin ekki undanþágu þá mun hann snúa aftur til Bandaríkjanna og verða aftur leikmaður Orlando City. Blackburn, sem varð enskur meistari 1995, er að reyna að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið hefur ekki verið síðan 2012. Liðið er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar og langt frá því markmiði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er eins og áður sagði leikmaður Blackburn og er með fimm mörk og eina stoðsendingu í 21 leik á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira