Ármann stöðvuðu endurkomu FH Snorri Már Vagnsson skrifar 6. febrúar 2024 22:19 PolishWonder og Blazter mættust á Nuke í kvöld. Ármann sigruðu FH í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. FH náðu að jafna leikinn í 10-10 áður en náðarhöggið frá Ármanni kom að lokum. Leikurinn var spilaður á Nuke og hófu Ármann leikinn vel, en þeir spiluðu fyrri hálfleik í vörn. Eftir að komast í 2-0 voru FH þó ekki lengi að átta sig og jöfnuðu í 2-2. Ármann voru fljótir að hefja leik sinn upp að nýju, en þeir sigruðu lotu eftir lotu í kjölfar jöfnunarlotu FH. Ármann komust í 7-2 áður en FH fundu loks lotusigur að nýju eftir að planta sprengjunni á B-svæðinu á Nuke, 7-3. FH náðu að minnka muninn fyrir hálfleik með að sigra allar loturnar fram að honum, og gátu því verið sáttir með stöðuna í hálfleik. Staðan í hálfleik: Ármann 7-5 FH Ármann sigruðu skammbyssulotuna í seinni hálfleik og stungu FH-inga strax af. Ármann komust í stöðuna 10-5 áður en FH fundu loks sigurlotu, 10-6. FH-ingar tóku næstu fjórar lotur og jöfnuðu leikinn því í 10-10. Eftir að ná loksins að komast í leikinn að nýju misstu FH Ármann frá sér að nýju og fóru þeir bláu alla leið og sigruðu leikinn. Lokatölur: Ármann 13-10 FH Ármann fara aftur upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á undan Sögu sem á þó leik til góða. FH eru í 7. sæti deildarinnar eftir slappt gengi í síðustu leikjum. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti
Leikurinn var spilaður á Nuke og hófu Ármann leikinn vel, en þeir spiluðu fyrri hálfleik í vörn. Eftir að komast í 2-0 voru FH þó ekki lengi að átta sig og jöfnuðu í 2-2. Ármann voru fljótir að hefja leik sinn upp að nýju, en þeir sigruðu lotu eftir lotu í kjölfar jöfnunarlotu FH. Ármann komust í 7-2 áður en FH fundu loks lotusigur að nýju eftir að planta sprengjunni á B-svæðinu á Nuke, 7-3. FH náðu að minnka muninn fyrir hálfleik með að sigra allar loturnar fram að honum, og gátu því verið sáttir með stöðuna í hálfleik. Staðan í hálfleik: Ármann 7-5 FH Ármann sigruðu skammbyssulotuna í seinni hálfleik og stungu FH-inga strax af. Ármann komust í stöðuna 10-5 áður en FH fundu loks sigurlotu, 10-6. FH-ingar tóku næstu fjórar lotur og jöfnuðu leikinn því í 10-10. Eftir að ná loksins að komast í leikinn að nýju misstu FH Ármann frá sér að nýju og fóru þeir bláu alla leið og sigruðu leikinn. Lokatölur: Ármann 13-10 FH Ármann fara aftur upp í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á undan Sögu sem á þó leik til góða. FH eru í 7. sæti deildarinnar eftir slappt gengi í síðustu leikjum.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti