Óskar Bjarni: Gamla góða tuggan Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2024 21:41 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann í kvöld stórsigur á Fram í Úlfarsárdal í fyrsta leik 15. umferðar Olís-deildar karla, 28-36 lokatölur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið í kvöld en liðið hefur unnið báða leiki sína á nýju ári. „Margt gott í þessu. Mér fannst góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og skoruðum mikið, mikið úr seinni bylgju fannst mér og bara margt jákvætt í þessum leik. Við erum búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða, bara svona mjatla þetta áfram.“ Óskar Bjarni náði þó ekki að anda rólega í leiknum fyrr en þegar um stundarfjórðungur var eftir að leiknum og hans menn komnir með örugga forystu. „Mér fannst við aldrei ná að slíta þá almennilega frá okkur fyrr en við komumst í sex marka forystu, annars var þetta þrjú til fjögur mörk. Mér fannst þetta meira okkar leikur í dag. Framararnir með frábæran mannskap og eru með Kjartan og Þorstein Gauta o.fl. í meiðslum. Þeir eru með eitt besta sóknarlið í deildinni að mínu mati og frábæran þjálfara. Þannig að ég er bara ánægður að hafa komið og unnið,“ sagði Óskar Bjarni. Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Óskar Bjarni segir serbneska liðið vera sterkara en þau lið sem Valur hefur mætt í keppninni hingað til og er ánægður að fá að byrja á heimavelli og vonast eftir því að Valsmenn fjölmenni á völlinn. „Það leggst bara mjög vel í okkur þetta verkefni. Við erum bara strax á morgun með fund og förum yfir þá, kíkjum á og sýnum strákunum klippur af þeim og auglýsum þetta upp, fáum smá af fólki í húsið. Þetta er gott lið. Þetta er mun meiri breidd en hin liðin sem við höfum mætt. Þeir eru með tvo fína leikmenn í hverri stöðu og þyngd og er ekta svona serbneskt lið. Að byrja heim er líka rosa mikilvægt og að ná að fylla kofann, gamla góða tuggan. Það er bara mjög gaman að skipta um, þetta er mikið af leikjum í febrúar þannig að það er bara skemmtilegt.“ Óskar Bjarni lítur á álagið í febrúar jákvæðum augum og segir það henta sínu liði. „Þetta eru einhverjir sjö leikir og allt á fullu og það er líka bara skemmtilegast að spila, þeir eru dálítið vanir því strákarnir. Ég þarf bara að passa, Viktor og Ísak eru dottnir út og Róbert Aron var veikur í dag, þannig að við þurfum bara að halda okkur ferskum og heilum þá erum við mjög góðir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið í kvöld en liðið hefur unnið báða leiki sína á nýju ári. „Margt gott í þessu. Mér fannst góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og skoruðum mikið, mikið úr seinni bylgju fannst mér og bara margt jákvætt í þessum leik. Við erum búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða, bara svona mjatla þetta áfram.“ Óskar Bjarni náði þó ekki að anda rólega í leiknum fyrr en þegar um stundarfjórðungur var eftir að leiknum og hans menn komnir með örugga forystu. „Mér fannst við aldrei ná að slíta þá almennilega frá okkur fyrr en við komumst í sex marka forystu, annars var þetta þrjú til fjögur mörk. Mér fannst þetta meira okkar leikur í dag. Framararnir með frábæran mannskap og eru með Kjartan og Þorstein Gauta o.fl. í meiðslum. Þeir eru með eitt besta sóknarlið í deildinni að mínu mati og frábæran þjálfara. Þannig að ég er bara ánægður að hafa komið og unnið,“ sagði Óskar Bjarni. Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Óskar Bjarni segir serbneska liðið vera sterkara en þau lið sem Valur hefur mætt í keppninni hingað til og er ánægður að fá að byrja á heimavelli og vonast eftir því að Valsmenn fjölmenni á völlinn. „Það leggst bara mjög vel í okkur þetta verkefni. Við erum bara strax á morgun með fund og förum yfir þá, kíkjum á og sýnum strákunum klippur af þeim og auglýsum þetta upp, fáum smá af fólki í húsið. Þetta er gott lið. Þetta er mun meiri breidd en hin liðin sem við höfum mætt. Þeir eru með tvo fína leikmenn í hverri stöðu og þyngd og er ekta svona serbneskt lið. Að byrja heim er líka rosa mikilvægt og að ná að fylla kofann, gamla góða tuggan. Það er bara mjög gaman að skipta um, þetta er mikið af leikjum í febrúar þannig að það er bara skemmtilegt.“ Óskar Bjarni lítur á álagið í febrúar jákvæðum augum og segir það henta sínu liði. „Þetta eru einhverjir sjö leikir og allt á fullu og það er líka bara skemmtilegast að spila, þeir eru dálítið vanir því strákarnir. Ég þarf bara að passa, Viktor og Ísak eru dottnir út og Róbert Aron var veikur í dag, þannig að við þurfum bara að halda okkur ferskum og heilum þá erum við mjög góðir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55