Taplaus í heilt ár og raðar inn titlum Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 15:30 Ber er hver að baki nema sér Rodri eigi, gæti Phil Foden verið að hugsa. Getty/Chris Brunskill Spænski miðjumaðurinn Rodri gat fagnað merkum áfanga um leið og hann fagnaði 3-1 sigri Manchester City gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Eins og stundum áður var það einhver af liðsfélögum Rodri sem stal senunni í leiknum og í þetta sinn var það Phil Foden sem skoraði þrennu. Rodri, sem margir telja besta varnarsinnaða miðjumann heims í dag, stóð hins vegar einnig vel fyrir sínu eins og nánast alltaf. Núna hefur Rodri spilað fóbolta með City í heilt ár án þess að tapa einum einasta leik. Hann kom sem sagt ekkert við sögu í þeim fimm leikjum sem City hefur tapað á þessum tíma. Þess ber þó að geta að til að þessi tapleysisstaðreynd gangi upp þá er leikurinn við Arsenal um Samfélagsskjöldinn flokkaður sem jafntefli, en Arsenal vann svo í vítaspyrnukeppni. The last game Rodri lost with Man City was on February 5, 2023.42 wins, 10 draws and five trophies later, he completes a full year undefeated pic.twitter.com/FmXm8pGP1n— B/R Football (@brfootball) February 5, 2024 Á þessum tíma hefur Rodri þó fagnað hverjum titlinum á fætur öðrum. Hann vann Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða með City-liðinu. Mark frá Rodri tryggði City Evrópumeistaratitilinn sem félagið hafði þráð svo lengi. Síðasta sumar vann hann sömuleiðis Þjóðadeild UEFA með spænska landsliðinu. Eina tap Rodri með spænska landsliðinu síðastliðna tólf mánuði var 2-0 tap gegn Skotum í undankeppni EM, þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörkin. Rodri, sem er 27 ára gamall, kom til City frá Atlético Madrid sumarið 2019 en City nýtti þá klásúlu í samningi hans við Atlético sem gerði hann falan fyrir 62,8 milljónir punda, sem þá var metfé í sögu City. Hann skrifaði þá undir samning til fimm ára við félagið en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2027. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Eins og stundum áður var það einhver af liðsfélögum Rodri sem stal senunni í leiknum og í þetta sinn var það Phil Foden sem skoraði þrennu. Rodri, sem margir telja besta varnarsinnaða miðjumann heims í dag, stóð hins vegar einnig vel fyrir sínu eins og nánast alltaf. Núna hefur Rodri spilað fóbolta með City í heilt ár án þess að tapa einum einasta leik. Hann kom sem sagt ekkert við sögu í þeim fimm leikjum sem City hefur tapað á þessum tíma. Þess ber þó að geta að til að þessi tapleysisstaðreynd gangi upp þá er leikurinn við Arsenal um Samfélagsskjöldinn flokkaður sem jafntefli, en Arsenal vann svo í vítaspyrnukeppni. The last game Rodri lost with Man City was on February 5, 2023.42 wins, 10 draws and five trophies later, he completes a full year undefeated pic.twitter.com/FmXm8pGP1n— B/R Football (@brfootball) February 5, 2024 Á þessum tíma hefur Rodri þó fagnað hverjum titlinum á fætur öðrum. Hann vann Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða með City-liðinu. Mark frá Rodri tryggði City Evrópumeistaratitilinn sem félagið hafði þráð svo lengi. Síðasta sumar vann hann sömuleiðis Þjóðadeild UEFA með spænska landsliðinu. Eina tap Rodri með spænska landsliðinu síðastliðna tólf mánuði var 2-0 tap gegn Skotum í undankeppni EM, þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörkin. Rodri, sem er 27 ára gamall, kom til City frá Atlético Madrid sumarið 2019 en City nýtti þá klásúlu í samningi hans við Atlético sem gerði hann falan fyrir 62,8 milljónir punda, sem þá var metfé í sögu City. Hann skrifaði þá undir samning til fimm ára við félagið en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2027.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira