Potaði í rassinn á leikmanni í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 07:44 Lucas Ocampos fagnar marki með Sevilla en hann var ekki eins ánægður í leiknum á móti Rayo Vallecano í gær. EPA-EFE/Miguel Angel Molina Lucas Ocampos, leikmaður Sevilla, var öskuillur í leik Sevilla og Rayo Vallecano í spænsku deildinni í gær. Ástæðan var að áhorfandi potaði í rassinn á honum í miðjum leik. Atvikið furðulega varð eftir hálftíma leik. Ocampos var þá að undirbúa sig að taka innkast þegar áhorfandi stakk puttanum í rassinn á Ocampos. Lucas Ocampos says that he didn t do anything to the fan because he would ve been banned from football:"If I reacted badly to the fan my season is over and I won't play again this year."[@partidazocope] pic.twitter.com/bieiX29Wvq— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) February 5, 2024 Ocampos snéri sér strax við og kallaði síðan á dómara leiksins. Á endanum róuðust menn og leikurinn hélt áfram. Ocampos útskýrði hvað hafði gerst í viðtali eftir leikinn. „Ég bind vonir við að deildin taki þessu jafnalvarlega og kynþáttafordómum. Ég vil ekki segja að allir stuðningsmenn Vallecano hagi sér svona en það er alltaf þessi eini vitleysingur,“ sagði Ocampos við DAZN. Ocampos sagðist ekki hafa gert neitt við áhorfandann þar sem hann óttaðist harða refsingu við slíku. „Ég vona líka að svona gerist ekki annars staðar. Við vitum öll hvað myndi gerast ef að þetta væri kvennaleikur. Ég vona að dætur mínar lendi ekki í svona í framtíðinni,“ sagði Ocampos. Sevilla sendi frá sér tilkynningu á miðlum sínum þar sem er kallað eftir því að atvikið verði rannsakað og deildin hefur verið látin vita af atvikinu. Sevilla vann leikinn 2-1. Ocampos on the incident with the Rayo fan: I hope La Liga takes it seriously like it does racism. If it had happened in the women s game, we know what would happen pic.twitter.com/SAx3YfhEAS— MySportDab (@mysportdabb) February 6, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Atvikið furðulega varð eftir hálftíma leik. Ocampos var þá að undirbúa sig að taka innkast þegar áhorfandi stakk puttanum í rassinn á Ocampos. Lucas Ocampos says that he didn t do anything to the fan because he would ve been banned from football:"If I reacted badly to the fan my season is over and I won't play again this year."[@partidazocope] pic.twitter.com/bieiX29Wvq— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) February 5, 2024 Ocampos snéri sér strax við og kallaði síðan á dómara leiksins. Á endanum róuðust menn og leikurinn hélt áfram. Ocampos útskýrði hvað hafði gerst í viðtali eftir leikinn. „Ég bind vonir við að deildin taki þessu jafnalvarlega og kynþáttafordómum. Ég vil ekki segja að allir stuðningsmenn Vallecano hagi sér svona en það er alltaf þessi eini vitleysingur,“ sagði Ocampos við DAZN. Ocampos sagðist ekki hafa gert neitt við áhorfandann þar sem hann óttaðist harða refsingu við slíku. „Ég vona líka að svona gerist ekki annars staðar. Við vitum öll hvað myndi gerast ef að þetta væri kvennaleikur. Ég vona að dætur mínar lendi ekki í svona í framtíðinni,“ sagði Ocampos. Sevilla sendi frá sér tilkynningu á miðlum sínum þar sem er kallað eftir því að atvikið verði rannsakað og deildin hefur verið látin vita af atvikinu. Sevilla vann leikinn 2-1. Ocampos on the incident with the Rayo fan: I hope La Liga takes it seriously like it does racism. If it had happened in the women s game, we know what would happen pic.twitter.com/SAx3YfhEAS— MySportDab (@mysportdabb) February 6, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira