Þjálfarinn talaði ekki við Albert í þrjá daga: „Nýju kaupin okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 15:01 Albert Guðmundsson á ferðinni í leik með Genoa í vetur. Getty/Francesco Pecoraro Alberto Gilardino, þjálfari ítalska knattspyrnufélagsins Genoa, er hæstánægður með að fá áfram að þjálfa nafna sinn, Albert Guðmundsson, eftir óvissu síðustu sólarhringa. Lengi virtist útlit fyrir að Albert yrði seldur til Fiorentina sem gerði nokkrar tilraunir til að ná samkomulagi við Genoa um kaupverð. Hæsta boðið í gær var upp á 22 milljónir evra, auk 3 milljóna evra í bónusgreiðslur, eða samtals jafnvirði 3,7 milljarða króna. Því hafnaði Genoa og mun hafa viljað 30 milljónir evra. Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth 22m plus 3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Gilardino var spurður að því í dag hvort að hann hefði óttast að missa Albert, sem skorað hefur níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur: „Ég hef ekki sagt orð við hann síðustu þrjá daga. Ég skildi við hann mjög rólegan og í dag mun ég faðma hann. Hann er nýju kaupin okkar fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Hann hefur ekki látið tal síðustu vikna trufla sig neitt og það sýnir að hann er toppleikmaður, einnig hvað hugarfarið snertir,“ sagði Gilardino. „Það er heppilegt fyrir hann að hann verði áfram í Genoa því hér er hann dáður og vel liðinn af liðsfélögunum. Núna þarf hann að draga liðið áfram því hæfileikarnir til þess búa í honum. Við erum ánægðir með að hann skyldi halda kyrru fyrir og það sýnir sig í því að félagið gaf ekki þumlung eftir,“ bætti þessi fyrrverandi landsliðsframherji Ítalíu við. Næsti leikur Genoa er á útivelli gegn Empoli klukkan 14 á morgun. Þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Lengi virtist útlit fyrir að Albert yrði seldur til Fiorentina sem gerði nokkrar tilraunir til að ná samkomulagi við Genoa um kaupverð. Hæsta boðið í gær var upp á 22 milljónir evra, auk 3 milljóna evra í bónusgreiðslur, eða samtals jafnvirði 3,7 milljarða króna. Því hafnaði Genoa og mun hafa viljað 30 milljónir evra. Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth 22m plus 3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Gilardino var spurður að því í dag hvort að hann hefði óttast að missa Albert, sem skorað hefur níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur: „Ég hef ekki sagt orð við hann síðustu þrjá daga. Ég skildi við hann mjög rólegan og í dag mun ég faðma hann. Hann er nýju kaupin okkar fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Hann hefur ekki látið tal síðustu vikna trufla sig neitt og það sýnir að hann er toppleikmaður, einnig hvað hugarfarið snertir,“ sagði Gilardino. „Það er heppilegt fyrir hann að hann verði áfram í Genoa því hér er hann dáður og vel liðinn af liðsfélögunum. Núna þarf hann að draga liðið áfram því hæfileikarnir til þess búa í honum. Við erum ánægðir með að hann skyldi halda kyrru fyrir og það sýnir sig í því að félagið gaf ekki þumlung eftir,“ bætti þessi fyrrverandi landsliðsframherji Ítalíu við. Næsti leikur Genoa er á útivelli gegn Empoli klukkan 14 á morgun. Þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira