Saurmengað vatn á Seyðisfirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2024 09:53 Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða vatn hyggist þeir drekka það. Fernando Gutierrez-Juarez/Getty Images Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Múlaþingi. Þar segir að þó sé óhætt að nota vatnið til annarra þarfa svo sem til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni. Þá segir í tilkynningunni að unnið sé að viðgerð. Verða sendar út upplýsingar þegar viðgerðum er lokið og niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir . Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni: Þegar sjóða þarf neysluvatn Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað. Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga. Að sjóða neysluvatn Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði. Soðið vatn Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á; til matargerðar, þegar matvælin verða ekki soðin eða steikt (hitameðhöndluð yfir 100°C), eftir þvott eða aðra meðhöndlun í vatni svo sem við skolun á grænmeti og ávöxtum til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana til ísmolagerðar til tannburstunar til böðunar ungbarna til loftræstingar svo sem í rakatæki Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið. Ósoðið vatn Nota má ósoðið vatn; til matargerðar svo sem til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun til handþvotta til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið til tauþvotta til þrifa. Múlaþing Vatn Umhverfismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Múlaþingi. Þar segir að þó sé óhætt að nota vatnið til annarra þarfa svo sem til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni. Þá segir í tilkynningunni að unnið sé að viðgerð. Verða sendar út upplýsingar þegar viðgerðum er lokið og niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir . Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni: Þegar sjóða þarf neysluvatn Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað. Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga. Að sjóða neysluvatn Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði. Soðið vatn Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á; til matargerðar, þegar matvælin verða ekki soðin eða steikt (hitameðhöndluð yfir 100°C), eftir þvott eða aðra meðhöndlun í vatni svo sem við skolun á grænmeti og ávöxtum til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana til ísmolagerðar til tannburstunar til böðunar ungbarna til loftræstingar svo sem í rakatæki Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið. Ósoðið vatn Nota má ósoðið vatn; til matargerðar svo sem til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun til handþvotta til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið til tauþvotta til þrifa.
Múlaþing Vatn Umhverfismál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira