Emilie: Við ætlum að vinna bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn Árni Jóhannsson skrifar 31. janúar 2024 22:31 Emilie Hesseldal og Ásta Júlía í baráttu. Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Njarðvíkingar unnu sinn áttunda leik í röð þegar Valskonur litu við í heimsókn í Ljónagryfjuna í 16. umferð Subway deildar kvenna. Leiknum lauk 79-67 og Emilie Hesseldal stýrði sínum konum til sigur, skilaði 28 stigum og 15 fráköstum. Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum. „Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik? „Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“ Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie? „Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“ Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar. „Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“ Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta. „Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum. „Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik? „Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“ Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie? „Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“ Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar. „Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“ Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta. „Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00