Stólarnir kæmust ekki í úrslitakeppnina ef úrslitin verða eins og fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2024 12:00 Tindastóll vann Val í lokaúrslitunum í fyrra en er utan úrslitakeppni ef úrslitakeppnin myndi byrja í dag. Vísir/Hulda Margrét Sjö umferðir eru eftir af Subway deild karla í körfubolta og spennan er mikil í baráttunni um sæti úrslitakeppninni enda munar aðeins fjórum stigum á liðinu í þriðja sæti og liðinu í áttunda sæti. Pressan er farin að magnast á Sauðárkróki enda eru Íslandsmeistarar Tindastóls í níunda sætinu eins og staðan er núna. Það myndi þýða að Stólarnir myndu missa af úrslitakeppninni í vor. Ein leið til að spá fyrir um hvernig síðustu sjö umferðirnar spilast er að skoða úrslitin úr fyrri umferðinni í þeim leikjum sem eru eftir. Heimaliðin eru auðvitað á útivelli þar og öfugt en þetta segir samt ákveðna sögu. Með því að gefa liðunum stigin sem þau fengu í leikjum sínum í fimmtu til elleftu umferð er hægt að búa til lokastöðuna eftir 22 leiki. Ef Tindastólsmenn halda að þeir séu búnir með fleiri erfiða leiki en auðvelda þá er ljóst að þeir þurfa að gera betur en í fyrri umferðinni ætli þeir í úrslitakeppnina. Stólarnir komast nefnilega ekki í úrslitakeppnina ef úrslitin fara eins og í fyrri umferðinni. Lokastaðan ef úrslitin færu eins og fyrir jól: 1. Valur 34 stig 2. Keflavík 30 stig 2. Njarðvík 30 stig 2. Þór Þorl 30 stig 5. Álftanes 26 stig 5. Grindavík 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 8. Höttur 24 stig 9. Tindastóll 22 stig 10. Haukar 10 stig 11. Breiðablik 6 stig 12. Hamar 0 stig Valsmenn yrðu deildarmeistarar með 34 stig. Keflavík, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn yrðu jöfn með 30 stig í öðru til fjórða sæti og fengju því heimavallarrétt í átta liða úrslitum. Álftanes, Grindavík og Stjarnan yrðu jöfn með 26 stig í fimmta til sjöunda sæti og Höttur yrði síðan áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Höttur myndi enda með 24 stig eða tveimur stigum meira en Tindastóll sem sæti eftir í níunda sætinu með 22 stig. Haukar myndu vera fjórtán stigum frá því að komast í úrslitakeppnina en fjórum stigum á undan Blikum sem myndu falla með Hamarsliðinu. Stig liða í deildinni í dag: 1. Valur 24 stig 2. Njarðvík 22 stig 3. Þór Þ. 20 stig 4. Keflaví 20 stig 5. Álftanes 18 stig 6. Grindavík 18 stig 7. Höttur 16 stig 8. Stjarnan 16 stig 9. Tindastóll 14 stig 10. Haukar 8 stig 11. Breiðablik 4 stig 12. Hamar 0 stig - Stig liða í umferðum fimm til ellefu: 1. Keflavík 10 stig 1. Stjarnan 10 stig 1. Valur 10 stig 1. Þór Þorl 10 stig 5. Álftanes 8 stig 5. Grindavík 8 stig 5. Höttur 8 stig 5. Njarðvík 8 stig 5. Tindastóll 8 stig 10. Breiðablik 2 stig 10. Haukar 2 stig 12. Hamar 0 stig Subway-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Pressan er farin að magnast á Sauðárkróki enda eru Íslandsmeistarar Tindastóls í níunda sætinu eins og staðan er núna. Það myndi þýða að Stólarnir myndu missa af úrslitakeppninni í vor. Ein leið til að spá fyrir um hvernig síðustu sjö umferðirnar spilast er að skoða úrslitin úr fyrri umferðinni í þeim leikjum sem eru eftir. Heimaliðin eru auðvitað á útivelli þar og öfugt en þetta segir samt ákveðna sögu. Með því að gefa liðunum stigin sem þau fengu í leikjum sínum í fimmtu til elleftu umferð er hægt að búa til lokastöðuna eftir 22 leiki. Ef Tindastólsmenn halda að þeir séu búnir með fleiri erfiða leiki en auðvelda þá er ljóst að þeir þurfa að gera betur en í fyrri umferðinni ætli þeir í úrslitakeppnina. Stólarnir komast nefnilega ekki í úrslitakeppnina ef úrslitin fara eins og í fyrri umferðinni. Lokastaðan ef úrslitin færu eins og fyrir jól: 1. Valur 34 stig 2. Keflavík 30 stig 2. Njarðvík 30 stig 2. Þór Þorl 30 stig 5. Álftanes 26 stig 5. Grindavík 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 8. Höttur 24 stig 9. Tindastóll 22 stig 10. Haukar 10 stig 11. Breiðablik 6 stig 12. Hamar 0 stig Valsmenn yrðu deildarmeistarar með 34 stig. Keflavík, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn yrðu jöfn með 30 stig í öðru til fjórða sæti og fengju því heimavallarrétt í átta liða úrslitum. Álftanes, Grindavík og Stjarnan yrðu jöfn með 26 stig í fimmta til sjöunda sæti og Höttur yrði síðan áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Höttur myndi enda með 24 stig eða tveimur stigum meira en Tindastóll sem sæti eftir í níunda sætinu með 22 stig. Haukar myndu vera fjórtán stigum frá því að komast í úrslitakeppnina en fjórum stigum á undan Blikum sem myndu falla með Hamarsliðinu. Stig liða í deildinni í dag: 1. Valur 24 stig 2. Njarðvík 22 stig 3. Þór Þ. 20 stig 4. Keflaví 20 stig 5. Álftanes 18 stig 6. Grindavík 18 stig 7. Höttur 16 stig 8. Stjarnan 16 stig 9. Tindastóll 14 stig 10. Haukar 8 stig 11. Breiðablik 4 stig 12. Hamar 0 stig - Stig liða í umferðum fimm til ellefu: 1. Keflavík 10 stig 1. Stjarnan 10 stig 1. Valur 10 stig 1. Þór Þorl 10 stig 5. Álftanes 8 stig 5. Grindavík 8 stig 5. Höttur 8 stig 5. Njarðvík 8 stig 5. Tindastóll 8 stig 10. Breiðablik 2 stig 10. Haukar 2 stig 12. Hamar 0 stig
Lokastaðan ef úrslitin færu eins og fyrir jól: 1. Valur 34 stig 2. Keflavík 30 stig 2. Njarðvík 30 stig 2. Þór Þorl 30 stig 5. Álftanes 26 stig 5. Grindavík 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 8. Höttur 24 stig 9. Tindastóll 22 stig 10. Haukar 10 stig 11. Breiðablik 6 stig 12. Hamar 0 stig
Stig liða í deildinni í dag: 1. Valur 24 stig 2. Njarðvík 22 stig 3. Þór Þ. 20 stig 4. Keflaví 20 stig 5. Álftanes 18 stig 6. Grindavík 18 stig 7. Höttur 16 stig 8. Stjarnan 16 stig 9. Tindastóll 14 stig 10. Haukar 8 stig 11. Breiðablik 4 stig 12. Hamar 0 stig - Stig liða í umferðum fimm til ellefu: 1. Keflavík 10 stig 1. Stjarnan 10 stig 1. Valur 10 stig 1. Þór Þorl 10 stig 5. Álftanes 8 stig 5. Grindavík 8 stig 5. Höttur 8 stig 5. Njarðvík 8 stig 5. Tindastóll 8 stig 10. Breiðablik 2 stig 10. Haukar 2 stig 12. Hamar 0 stig
Subway-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira