Framsóknarmenn undirbúa listaverk um einvígi aldarinnar Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 10:58 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mikill áhugamaður um skák. Vísir/Magnús Hlynur Menningar- og viðskiptaráðherra hefur falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leiðir hópinn, sem skipaður er þremur öðrum Framsóknarmönnum og tveimur skákmönnum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra
Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31